11.05.2006

Mikilvægt skref í stækkunarferlinu stigið - Samningur við OR undirritaður

Fulltrúar Alcan og Orkuveitu Reykjavíkur skrifuðu í morgun undir samning sem tryggir Alcan um 200 MW af raforku vegna fyrirhugaðrar stækkunar álversins í Straumsvík. Samningurinn gerir ráð fyrir að orkan verði tilbúin til afhendingar um mitt ár 2010 og hún komi frá jarðvarmavirkjunum Orkuveitunnar á Hellisheiði. Samningstíminn er 25 ár.

Fyrir okkar hönd skrifuðu undir samninginn Cynthia Carroll, forseti álframleiðslusviðs Alcan, Jean-Philippe Puig, yfirmaður álveranna í Evrópu, Rannveig Rist, forstjóri, og Gunnar Guðlaugsson, framkvæmdastjóri rafgreiningar. Guðmundur Þóroddsson, forstjóri, og Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður, skrifuðu undir fyrir Orkuveituna.

Viðræður milli Alcan og Orkuveitunnar hafa staðið yfir frá því fyrirtækin undirrituðu á síðasta ári viljayfirlýsingu um samstarf. Með samningnum nú hefur Alcan tryggt sér um 40% þeirrar orku sem fyrirtækið þarf ef verksmiðjan í Straumsvík verður stækkuð en viðræður standa yfir við Landsvirkjun um þau 60% sem enn eru ótryggð. Einnig standa yfir viðræður við Landsnet vegna flutnings á þeirri raforku en stefnt er að því að ljúka viðræðum við báða þessa aðila á síðari hluta ársins.

Með undirritun orkusamningsins hefur Alcan færst einu skrefi nær ákvörðun í málinu og getur einbeitt sér að þeim þáttum sem enn er ólokið. Á grundvelli samningsins sem undirritaður var í dag getur Orkuveitan hafið rannsóknir sem nauðsynlegt er að gera á komandi sumri, þannig að umrædd orka geti verið til afhendingar á umsömdum tíma.

Smelltu hér til að skoða fréttatilkynninguna á vefsíðu móðurfélagsins, Alcan Inc.


« til baka

Fréttasafn

2024

febrúar, janúar

2023

október, janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar