04.10.2006

Safnaði milljón með 100 km hlaupi!

Margir starfsmenn Alcan í Straumsvík hafa gaman af því að hlaupa og sumir leggja mikið á sig til að ná settum markmiðum. Einn þeirra er Hilmar Guðmundsson, leiðtogi verkefnisstjórnunar á tæknisviði Alcan,  en hann tók á dögunum þátt í 100 kílómetra hlaupi sem haldið var í Árósum í Danmörku og safnaði í leiðinni einni milljón króna fyrir líknar- og vinafélagið Bergmál sem Alcan leggur fram.  Aðeins örfáir Íslendingar hafa tekið þátt í hlaupi eins og þessu, enda er það mikið afrek að leggja að baki 100 km.

Auk Hilmars tók annar Íslendingur þátt í hlaupinu, Guðmundur Magni Þorsteinsson, og komu þeir félagar saman í mark á tímanum 11 klst. og 58 mínútum (sjá mynd að neðan).

Hilmar segir að hlaupið hafi gengið vel framan af en vissulega hafi þeir verið þreyttir þegar hlaupið var yfir marklínuna. Gott hlaupaveður hafi hjálpað til fyrstu 50 kílómetrana en eftir það hafi sólin brotist fram úr skýjunum og gert hlaupurum lífið leitt. Hlaupaleiðin hafi hins vegar verið falleg og slíkt hjálpi vissulega þegar álagið er mikið.

100 kílómetra hlaup krefst mikils undirbúnings. Markvissar æfingar fyrir hlaupið hófust fyrir um hálfu ári, en síðustu tvö árin hafa verið notuð til að leggja grunninn að verkefninu. Á undirbúningstímanum hlupu þeir félagar, Hilmar og Guðmundur Magni, tvisvar frá Þingvöllum að Alþingishúsinu í Reykjavík (53 km leið) og á síðasta ári var hlaupin um 70 kílómetra leið umhverfis Þingvallavatn.

Með þessum merka áfanga náði Hilmar ekki einungis persónulegu markmiði heldur safnaði einni milljón króna fyrir samtökin Bergmál, sem hlúa að krabbameinssjúkum og öðru langveiku fólki. Samtökin hafa um áraraðir boðið fólki til orlofsdvalar að Sólheimum í Grímsnesi og rennur styrkurinn til byggingar nýs orlofshúss samtakanna. Hilmari og Bergmáli óskum við báðum til hamingju.


« til baka

Fréttasafn

2024

febrúar, janúar

2023

október, janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar