29.01.2007

Alcan meðal 100 sjálfbærustu fyrirtækja í heimi!

Listi yfir 100 sjálfbærustu fyrirtæki heims var kynntur á heimsviðskiptaráðstefnunni í Davos í Sviss í vikunni. Meðal fyrirtækja á listanum eru Alcan og Alcoa, sem bæði reka álver hér á landi. Umræddur listi byggist á úttektum á 1800 stærstu fyrirtækjum heims. Þar komust þau fyrirtæki að sem talin eru sýna framúrskarandi árangur, ábyrga umhverfis- og samfélagsstefnu og hafa víðtæk efnahagsleg áhrif.

Norðurlöndin eiga 11 fyrirtæki á listanum. Ekkert íslenskt fyrirtæki er á honum enn sem komið er, en þarna eru fyrirtæki á borð við Nokia, Scania, Storebrand og Nova Nordisk. Frá Bretlandi eru á listanum fyrirtæki einsog Marks & Spencer, sem Baugur átti eitt sinn hlut í, Sainsbury, British Airways, Uniever, og Cable & Wireless sem Björgólfur Thor Björgólfsson sýndi á sínum tíma áhuga á að fjárfesta í.

(Þessi frétt er tekin af mbl.is)


« til baka

Fréttasafn

2024

apríl, febrúar, janúar

2023

október, janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar