19.06.2008

Alcan á Íslandi hf og Hafnarfjarðarbær styrkja barna- og unglingastarf íþróttafélaganna í Hafnarfirði

Föstudaginn 13. júní fór fram athöfn í skrifstofubyggingu Alcan á Íslandi hf, þar sem fulltrúar Alcan og Hafnarfjarðarbæjar færðu fulltrúum íþróttafélaganna innan vébanda ÍBH fjárframlög til styrktar barna- og unglingastarfi félaganna.

Á milli ÍBH, Alcan og Hafnarfjarðarbæjar hefur verið í gildi samningur frá árinu 2001 um stuðning við íþróttastarfið. Stuðningurinn var upphaflega 8 milljónir á ári með fjögurra milljón króna framlagi Alcan annars vegar og frá Hafnarfjarðarbæ hins vegar.

Árið 2005 varð þessi upphæð 10 milljónir með 5 milljón króna framlagi frá hvorum aðila. Í árslok 2007 var samningurinn endurskoðaður. Á árinu 2008 er framlagið orðið 12 milljónir, hvor aðili leggur til 6 milljónir. Úthlutun upphæðarinnar er tvískipt en fyrri úthlutun fer ávallt fram að vori og er þá úthlutað 60% upphæðarinnar á grundvelli iðkendafjölda félaganna og seinni úthlutunin fer fram í desember en þá er 40% upphæðarinnar úthlutað á grundvelli menntunarstigs þjálfara félaganna og námskrár þeirra.

Í þessari úthlutun nú var úthlutað samtals 7,2 milljónum króna sem skiptast samkvæmt ákvæðum samningsins á þau 11 félög sem sótt hafa um stuðning fyrir sitt barna- og unglingastarf. Eftirfarandi 11 félög hlutu styrk:

Fimleikafélag Hafnarfjarðar (FH)
Knattspyrnufélagið Haukar
Fimleikafélagið Björk
Badmintonfélag Hafnarfjarðar (BH)
Golfklúbburinn Keilir
Sundfélag Hafnarfjarðar (SH)
Siglingaklúbburinn Þytur
Hestamannafélagið Sörli
Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar (DÍH)
Íþróttafélagið Fjörður
Hnefaleikafélag Hafnarfjarðar (HFH).

Fulltrúi formanns ÍBH, Margrét Gauja Magnúsdóttir bæjarfulltrúi og formaður ÍTH sagði við athöfnina:

,, Samningur þessi er íþróttafélögunum í Hafnarfirði gífurlega mikilvægur. Samningurinn hvetur íþróttafélögin til dáða að skila metnaðarfullu starfi á sviði íþrótta barna- og unglinga enda hefur mjög jákvæð þróun orðið á starfinu síðustu ár. Margir þættir skipta máli þegar kemur að því að meta gæði starfsins en margir þeirra mega sín lítils ef fjármagn vantar. Hafnarfjarðarbær hefur með ýmsu móti lagt sitt af mörkum til þess að hlúa að íþróttastarfinu í bænum og eru alltaf mörg verkefni sem bíða úrlausnar. Alcan er úr röðum fyrirtækja í dag sennilega einn stærsti styrktaraðili barna- og unglingaíþrótta á landsvísu.

Að úthlutun lokinni var gestum boðið upp á kaffi og snittur.


Mynd frá afhendingu styrkja föstudaginn 13. júní í aðalskrifstofubyggingu Alcan á Íslandi hf.
« til baka

Fréttasafn

2024

apríl, febrúar, janúar

2023

október, janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar