18.11.2008

Velferðarsjóður starfsmanna ISAL stofnaður

Nokkrir framtakssamir starfsmenn ISAL hafa í dag stofnað velferðarsjóð sem ber heitið Velferðarsjóður starfsmanna ISAL. Tildrögin að stofnun sjóðsins eru erfiðleikar sem margar fjölskyldur og einstaklingar standa frammi fyrir í kjölfar hamfara í efnahagslífinu. Á undanförnum vikum hafa margir misst vinnuna og hætt er við að margir muni af þeim sökum og vegna þróunar í efnahagslífinu almennt eiga í erfiðleikum með að standa hjálparlaust við skuldbindingar sínar.
Markmið sjóðsins er að allir aflögufærir starfsmenn taki þátt í verkefninu og sýni samfélagslega ábyrgð í verki með fjárframlagi upp á 1.000 krónur á mánuði næstu þrjá mánuði. Fénu verður skipt milli mæðrastyrksnefndanna á höfuðborgarsvæðinu, í jöfnum hlutföllum við búsetu starfsmanna. Einnig mun sjóðurinn standa fyrir annarskonar aðstoð í samvinnu við mæðrastyrksnefndir á höfuðborgarsvæðinu.

Það er von stofnenda sjóðsins að honum verði vel tekið og að starfsmenn fyrirtækisins geti orðið stoltir af framlaginu þegar upp er staðið.
« til baka

Fréttasafn

2024

febrúar, janúar

2023

október, janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar