22.01.2010

Frístundabíllinn fer af stað

Alcan á Íslandi, N1 og Fjarðarkaup hafa tekið höndum saman með Hópbílum og Hafnarfjarðarbæ um metnaðarfullt samfélagsverkefni í Hafnarfirði sem ber heitið FRÍSTUNDABÍLLINN. Skrifað var undir samkomulag um verkefnið í hádeginu í dag.

Verkefnið gengur út á að veita örugga og góða akstursþjónustu fyrir börn og unglinga á aldrinum 6 - 20 ára í tæpar sex klukkustundir á dag, eða frá kl.15:40 til kl. 21:20 alla virka daga. Fyrirhuguð tímatafla miðast við að meginþorri íþrótta- og tómstundastarfs fer fram innan þessa tímaramma.

Tilgangurinn er að draga úr því að foreldrar þurfi að standa í tímafreku „skutli“ til að koma börnum sínum til og frá íþrótta- og tómstundastarfi, með því að bjóða upp á raunhæfan og öruggan valkost.

Fjórir bílar frá Hópbílum munu frá og með mánudeginum 25. janúar n.k. þjónusta öll helstu hverfi Hafnarfjarðar á 20 mínútna fresti á ofangreindum tíma dagsins samkvæmt leiðakerfi sem nálgast má á vefnum www.fristundabillinn.is. Frítt verður í bílana út janúar. Skiptistöð verður við Íþróttahúsið Strandgötu. Ekið verður inn að öllum tómstunda- og íþróttasvæðum bæjarins á þann hátt að leitast verður við að koma í veg fyrir að farþegar þurfi að fara yfir umferðagötur þar sem hægt er að koma því við. Í hverjum bíl verður, auk bílstjóra, þjónustufulltrúi sem gegnir eftirlits- og öryggishlutverki og gætir þess að allt fari vel fram. Allar strætóstöðvar á leiðakerfi Frístundabílsins verða nýttar auk nýrra stöðva, svokallaðra „Vinkstöðva“. Verð fyrir umrædda þjónustu er kr. 6.000 í fjóra mánuði, eða sem samsvarar kr. 1.500 á mánuði.

Um er að ræða tilraunaverkefni sem lýkur 31. maí og verður þá tekin ákvörðun um framhald ef móttökur verða góðar. Til að gera verkefnið mögulegt hafa Hópbílar, Alcan á Íslandi, N1 og Fjarðarkaup styrkt framkvæmd þess, en öll hafa þau stutt myndarlega við íþrótta- og tómstundamál í Hafnarfirði. Auk þessa veitir Hafnarfjarðarbær verkefninu mjög þýðingarmikinn stuðning.

Það er trú okkar sem að verkefninu stöndum að það feli í sér margvíslegan ávinning, meðal annars efnahagslegan og umhverfislegan, auk þess að stuðla að auknum lífsgæðum.

Þátttaka í verkefninu samræmist þeirri áherslu sem Alcan á Íslandi leggur á öryggis- og umhverfismál og þeirri stefnu fyrirtækisins að starfa í sátt við samfélagið á ábyrgan hátt. 

Nánari upplýsingar um verkefnið, m.a. um leiðakerfi og fleira, er að finna á vef þess, www.fristundabillinn.is.


« til baka

Fréttasafn

2024

febrúar, janúar

2023

október, janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar