20.08.2010

Búið að ráða niðurlögum elds

Á tíunda tímanum í kvöld, fimmtudagskvöldið 19. ágúst, kviknaði eldur í kjallara steypuskála álversins í Straumsvík. Engin slys urðu á fólki en umtalsverðan reyk lagði frá steypuskálanum.

Slökkvilið álversins kallaði slökkvilið höfuðborgarsvæðisins á vettvang. Tekist hafði að ráða niðurlögum eldsins að mestu leyti upp úr klukkan 23 og var hann slökktur að fullu nokkru síðar. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fór af vettvangi um miðnætti en slökkvilið álversins vaktar svæðið.

Ekki er vitað með vissu hvað olli brunanum en hugsanlegt er að bráðið ál hafi lekið í kjallarann og kveikt þar í rafmagnsköplum og svo virðist sem það hafi einkum verið rafmagnskaplar sem brunnu.

Ekki er ljóst hve mikið tjón hlýst af brunanum en fyrir liggur að einhver truflun mun verða á starfsemi álversins.

 


« til baka

Fréttasafn

2024

febrúar, janúar

2023

október, janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar