23.08.2010

Áhrif brunans í Straumsvík

Bruninn í kjallara steypuskála ISAL, álvers Rio Tinto Alcan í Straumsvík, ađ kvöldi fimmtudagsins 19. ágúst olli umtalsverđum skemmdum á rafköplum sem tengjast margvíslegum búnađi í steypuskálanum, međal annars ofnum og steypuvélum. Af ţeim sökum var um tíma ekki unnt ađ steypa neitt af ţví áli sem framleitt er í kerskálum álversins. Áđur en sólarhringur var liđinn frá brunanum hafđi tekist ađ gangsetja ađra af tveimur steypuvélum og einn af fjórum ofnum ţannig ađ steypun gat hafist ađ nýju.

Vegna skertrar afkastagetu steypuskálans og skemmda á búnađi sem tengist málmhreinsun og íblöndun getur álveriđ ađ sinni ekki framleitt ţćr málmblöndur sem eru meginframleiđsluafurđ ţess. Tímabundiđ verđur ţví framleiddur umbrćđslumálmur í stađinn.

Miklu skiptir ađ ekki hefur ţurft ađ draga úr framleiđslu í kerskálum svo neinu nemi og útlit er fyrir ađ steypuskálinn geti tekiđ á móti framleiđslunni ţađan ţrátt fyrir skerta afkastagetu.

Ekki er hćgt ađ segja til um ţađ međ vissu hvenćr full og eđlileg framleiđsla getur hafist ađ nýju en ţađ veltur ekki síst á ţví hve langan tíma tekur ađ útvega nýja rafmagnskapla. Til ađ gefa hugmynd um umfang viđgerđa hafa 22 kílómetrar af skemmdum rafköplum veriđ fjarlćgđir úr kjallara steypuskálans.

Ljóst er ađ tjón af völdum skemmda á búnađi og minni sölutekna mun nema hundruđum milljónum króna en ţađ rćđst á endanum af ţví hve fljótt tekst ađ koma á fullri og eđlilegri starfsemi. Unniđ er ađ viđgerđum af kappi međ ţađ ađ markmiđi ađ geta mćtt aftur ţörfum viđskiptavina okkar sem allra fyrst.

Slökkviliđi höfuđborgarsvćđsins eru ţökkuđ skjót og örugg viđbrögđ viđ brunanum. Sem betur fer urđu ekki slys á fólki og viđbragđsáćtlanir reyndust vel.


« til baka