17.01.2014

Ragnar Kjartansson hlaut Íslensku bjartsýnisverðlaunin


Ragnar Kjartansson myndlistarmaður hlaut Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2013, sem forseti Íslands afhenti við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum í gær. Verðlaunin eru áletraður gripur úr áli og ein milljón króna.

Ragnar nam myndlist við Myndlista- og handíðaskólann og síðar Listaháskóla Íslands og Konunglegu listaakademíuna í Stokkhólmi.

Verk hans hafa verið sýnd við góðan orðstír á listasöfnum og listahátíðum víða um heim, meðal annars í Bandaríkjunum, Þýskalandi, Austurríki og á Ítalíu. Verk hans Bliss hlaut verðlaun, kennd við Malcom McLaren, sem frumlegasta verkið á Performa-listahátíðinni í New York árið 2011, en verkið fólst í því að lokaaría óperunnar Brúðkaup Fígarós var sungin í sífellu í tólf klukkustundir. Hann hefur tvisvar tekið þátt í Feneyjatvíæringnum, fyrst árið 2009 sem fulltrúi Íslands og aftur á liðnu ári að beiðni listræns stjórnanda hátíðarinnar.

Um verk Ragnars hefur verið sagt, að ólíkt sumum þekktum gjörningslistamönnum, sem leggi upp úr því að koma áhorfandanum í uppnám eða vekja með honum ónotatilfinningu, séu verk Kjartans oftar en ekki upplífgandi og veki með áhorfandanum gleði.

Frú Vigdís Finnbogadóttir, formaður dómnefndar, kynnti valið við athöfnina í dag. Aðrir í dómnefnd verðlaunanna eru Rannveig Rist, Sveinn Einarsson og Örnólfur Thorsson.

Í þakkarræðu sinni nefndi Ragnar að hann væri í raun að taka við þessum verðlaunum í annað sinn, því hann tók á móti þeim ásamt föður sínum, Kjartani Ragnarssyni leikara, sem hlaut þau árið 1986. Ragnar rifjaði upp að fyrir verðlaunaféð hefði fjölskyldan farið í ferð til Grikklands og það hefði verið í þeirri ferð sem hann ákvað að leggja listina fyrir sig, þá 10 ára gamall.

Íslensku bjartsýnisverðlaunin hafa verið veitt árlega frá árinu 1981. Þau eru hugsuð sem viðurkenning og hvatning til íslenskra listamanna. Upphafsmaður verðlaunanna var Daninn Peter Bröste en álverið í Straumsvík hefur verið bakhjarl þeirra síðan Bröste dró sig í hlé árið 2000.

Verðlaunahafar undanfarin fimm ár voru Helga Arnalds (2012), Sigrún Eldjárn (2011), Gísli Örn Garðarsson (2010), Víkingur Heiðar Ólafsson (2009) og Brynhildur Guðjónsdóttir (2008).


Frú Vigdís Finnbogadóttir, Rannveig Rist, Ragnar Kjartansson og forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson við athöfnina á Kjarvalsstöðum í gær.


« til baka

Fréttasafn

2024

febrúar, janúar

2023

október, janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar