Úthlutanir 2007

Úthlutun úr Samfélagssjóði Alcan fór fram í Faðmi, skrifstofubyggingu Alcan á Íslandi mánudaginn 10.september. Alls hlaut 21 aðili styrk úr sjóðnum að þessu sinni. Yfir 100 umsóknir bárust frá fjölmörgum aðilum. Úthlutað er úr sjóðnum tvisvar á ári, að vori til sumarverkefna og að hausti/vetri til verkefna sem unnin eru yfir vetrartímann. Rannveig Rist forstjóri afhenti vinningshöfum peningaverðlaun sem voru á bilinu 100 þúsund krónur upp í eina milljón króna. Heildarúthlutun var 6.050.000.kr.

Eftirtaldir aðilar hlutu styrk úr sjóðnum:

Styrkir að upphæð 1.000.000.kr

  • Þórhalla Arnardóttir-Rannsóknarverkefni á lífríki í höfn Álversins í Straumsvík.

Styrkir að upphæð 500.000.kr

  • Ásthildur Linnet-Rauði Krossinn í Hafnarfirði 
  • Erna Sigurðardóttir-Verkfræðideild HÍ-Vegna Lego hönnunarkeppni fyrir grunnskólabörn. 
  • Rauði Kross Íslands-Fjölgun sjálfboðaliða til að rjúfa félagslega einangrun. 
  • Háskólinn á Akureyri-Umhverfis og orkubraut Auðlindadeildar-Fimm meistaranemar deila styrknum til rannsókna af ýmsu tagi. 
  • Ólafur I. Hrólfsson-Dagskrá vegna 200 ára afmælis Jónasar Hallgrímssonar. 
  • Landsspítali Háskólasjúkrahús-Heilablóðfallsteymi Grensáss. Símenntun teymis vegna heilablóðfalla og kynning á þróunarverkefni. 
  • Gunnar Dofri Ólafsson-Verkefnið “Bráðger börn-verkefni við hæfi,,

Styrkir að upphæð 250.000.kr

  • Taflfélag Reykjavíkur-Kaup á kennsluefni 
  • Árni Gunnlaugsson-Ljósmyndasýning af eldri Hafnfirðingum í tilefni 100 ára afmælis Hafnarfjarðarkaupstaðar árið 2008.
  • Skálholtskór-Kórferðalag til Ítalíu.
  • Hallsteinn Sigurðsson-Efniskaup
  • Náttúrufræðistofnun Íslands-Viðbótarstyrkur vegna rannsókna á þungmálmum í mosa.

Styrkir að upphæð 100.000.kr

  • Kennaraháskóli Íslands-Íþróttafræðisetur. 
  • Íþróttafélagið Þróttur Vogum-Auglýsingar vegna körfuknattleiksmóts. 
  • Sverrir Þorgeirsson-skákstarf í Hafnarfirði 
  • Leikhópurinn Lotta-uppsetning á Dýrunum í Hálsaskógi. 
  • Baldur Steinn Helgason-Vetfangsrannsóknir á alþjóðlegri hjálparaðstoð í Gíneu Bissá í V-Afríku. 
  • Rauði Kross Íslands-Ungmennadeild-Átak gegn fordómum. 
  • Gígja Baldursdóttir-Leiðbeinendaþjálfun við Davis Dyslexia Association International. 
  • Rakel Ágústsdóttir-Ferðalag til Danmerkur

Samfélagið og við

  • Við erum samfélagslega ábyrgt fyrirtæki.
  • Við viljum stuðla að félagslegu, efnahagslegu og umhverfislegu sjálfbæri.
  • Samfélagssjóður Rio Tinto á Íslandi var stofnaður vorið 2005 og úr honum eru veittir styrkir til ýmissa metnaðarfullra verkefna.
  • Við erum hluti af samfélaginu.
  • Við viljum vera fyrirmynd annarra.