Upplýsingar um sumarstörf 2014

Umsóknarfrestur vegna sumarstarfa 2014 rann út mánudaginn 24. febrúar og verður ekki tekið á móti fleiri umsóknum. Úrvinnsla hófst þriðjudaginn 25. febrúar og eru umsækjendur beðnir um að fylgjast með pósthólfum sínum þar sem boðað verður í viðtöl með tölvupósti. Stefnt er á að ljúka ráðningarferlinu 16. apríl. Ef svar berst ekki fyrir þann tíma er ekki hægt að búast við ráðningu.

Mikilvægt er að umsóknareyðublaðið sé fyllt út eins nákvæmlega og kostur er því leitað er eftir þeim upplýsingum sem umsækjendur skrá í kerfið varðandi menntun, hæfni o.s.frv. Með því að vanda til verka eykurðu möguleika þína á að fá starf. Vinsamlega athugið að hægt er að setja ferilskrá undir viðhengi.

Við þökkum kærlega fyrir sýndan áhuga.

Starfsmannaþjónusta Rio Tinto Alcan á Íslandi hf

 ------------------------------------------------------------------------------------------------

Nánari upplýsingar vegna sumarstarfa 2014

Áríðandi atriði

  • Ef um nánari spurningar er að ræða sem ekki er hægt að fá svar við hér að neðan, er velkomið að senda fyrirspurnir á eftirfarandi netföng: hallas@riotinto.com eða sigridurj@riotinto.com.
  • Vinnustaðurinn er reyklaus.
  • Umsækjandi þarf að fylgjast með tölvupósti sínum þar sem boðað er í viðtöl í gegnum hann. 
  • Viðtalið fer fram á aðalskrifstofu ISAL í Straumsvík.
  • Ekki er unnt að veita sumarfrí á ráðningartíma. Auk þess eru flest störfin vaktavinna og því unnið alla daga, kvöld og nætur. Sem dæmi má taka  17. júní, verslunarmannahelgi, Menningarnótt o.fl.
  • Umsækjendur þurfa að vera orðnir 18 ára eða verða það á árinu.
  • Í þau störf sem krafist er lyftararéttinda, greiðir ISAL námskeiðskostnað.  Um er að ræða skyldumætingu.
    Á sumum vinnustöðum er krafist sakavottorðs.
  • Þeir sem koma til greina í störfin þurfa að gangast undir læknisskoðun og  áfengis- og vímuefnapróf áður en störf hefjast.
    ------------------------------------------------------------------------------------------------

Umsókn um sumarstarf

Þar sem haldið er utan um allar umsóknir í tölvukerfi fyrirtækisins þurfa umsóknir að berast á því umsóknarformi sem hér boðið er upp á. Vinsamlega athugið að hægt er að setja ferilskrá undir viðhengi.Mikilvægt er að umsóknareyðublaðið sé fyllt út eins nákvæmlega og kostur er því leitað er eftir þeim upplýsingum sem umsækjendur skrá í kerfið varðandi menntun, hæfni o.s.frv. Með því að vanda til verka eykurðu möguleika þín á að fá starf

Smelltu hér til að sækja um starf (gættu þess að velja "Sumarstörf 2014")

------------------------------------------------------------------------------------------------

Nánari upplýsingar um sumarstörf

Vinnusvæði

Á hverju vori eru ráðnir um 100 starfsmenn við sumarafleysingar í eftirtaldar deildir:

  • Kerskála
  • Steypuskála
  • Skautsmiðju
  • Mötuneyti
  • Efnisvinnslu
  • Birgðahald og innkaup
  • Verkstæði
  • Hafnarvinnu
  • Rannsóknastofu
  • Vinnufyrirkomulag

Flestir eru ráðnir í vaktavinnu sem er aðallega þrískipt eða tvískipt.

  • Þrískiptar vaktir (kerskálar og steypuskáli)
    • Unnar eru 6 átta tíma vaktir á 5 sólarhringum sem skiptast í 2 næturvaktir (00:00-08:00), 2 kvöldvaktir (16:00-24:00) og 2 dagvaktir (08:00-16:00), (samtals 48 klst.). Á eftir hverri vaktasyrpu er 5 daga vaktafrí.
  • Tvískiptar vaktir A (skautsmiðja og efnisvinnsla)
    • Unnar eru 6 átta tíma vaktir á 6 sólarhringum sem skiptast í 3 dagvaktir (08:00-16:00) og 3 kvöldvaktir (16:00-24:00), (samtals 48 klst.). Á eftir hverri vaktasyrpu er 4 daga vaktafrí. Þegar skipt er af dagvakt yfir á kvöldvakt eru unnar 16 klst. í einni lotu (08:00-24:00).
  • Tvískiptar vaktir B (rannsóknastofa og mötuneyti)
    • Unnar eru 6 átta tíma vaktir á 6 sólarhringum sem skiptast í 3 kvöldvaktir (14:00-22:00) og 3 dagvaktir (08:00-16:00), (samtals 48 klst.). Á eftir hverri vaktasyrpu er 3 daga vaktafrí.
  • Dagvinna (mötuneyti, aðalverkstæði, birgðahald, kerskálar, flutninga- og hafnarvinna o.fl.)
    • Unnið er frá 08:00-16:00, virka daga.


Launakjör

Laun eru greidd samkvæmt „Kjarasamningi um kaup og kjör starfsmanna við álverið í Straumsvík“. Byrjunarlaun eru um það bil:

  • Þrískiptar vaktir
    • Um kr. 376.000/mánuði (með vaktaálagi).
  • Tvískiptar vaktir A
    • Um kr. 350.000/mánuði (með vaktaálagi).
  • Tvískiptar vaktir B
    • Um kr. 343.000/mánuði (með vaktaálagi).
  • Dagvinna
    • Um kr. 294.000/mánuði.

Hlunnindi

Fyrirtækið leggur starfsmönnum til, þeim að kostnaðarlausu, vinnuföt, fæði og ferðir til og frá Straumsvík með rútum sem ganga um höfuðborgarsvæðið.

Vinnuföt starfsmanna eru þvegin í þvottahúsi í Straumsvík.

Baðaðstaða er á staðnum sem hægt er að nýta sér í vinnulok

Nýliðafræðsla og námskeið

Á fyrstu dögunum þarf nýr starfsmaður að sækja nýliðanámskeið. Á nýliðanámskeiðum eru m.a. veittar margvíslegar upplýsingar um starfsemina, fjallað er um grundvallaratriði álframleiðslu, stiklað er á stóru í sögu fyrirtækisins og áherslur í heilbrigðis-, öryggis-, umhverfis- og gæðamálum eru kynntar. 

Nýliði sem þarf lyftararéttindi starfsins vegna þarf að sækja þriggja daga vinnuvélanámskeið. Námskeiðið er greitt af fyrirtækinu. Starfsmanni er aðeins heimilt að stjórna vinnuvélum hafi hann fengið til þess þjálfun og réttindi. Hafi ökumaður einhverra hluta vegna misst almennt ökuskírteini gildir það einnig um vinnuvélaréttindi.

Starfsmönnum er skylt að mæta á öll boðuð námskeið, enda eru þeir á launum frá fyrirtækinu.  Reynt er að gefa upplýsingar tímanlega um stað og stund námskeiðanna.

Heilbrigðismál

Nýir starfsmenn undirgangast heilbrigðisskoðun hjá heilbrigðisstarfsmanni í Straumsvík áður en af ráðningu verður.

Fóstrakerfi

Nýliðar fá fóstra um leið og þeir hefja störf hjá fyrirtækinu. Fóstrinn fræðir og upplýsir nýliðann um flest sem viðkemur starfinu. Fóstri sýnir vinnustaðinn og fer markvisst yfir þau atriði sem skipta máli, hann svarar spurningum nýliðans og aðstoðar hann við að afla sér upplýsinga. Til fóstrans getur nýliðinn leitað með þau mál sem á honum brenna og fóstri gerir sitt besta til að láta nýliðanum líða vel á vinnustaðnum.

Samfélagið og við

  • Við erum samfélagslega ábyrgt fyrirtæki.
  • Við viljum stuðla að félagslegu, efnahagslegu og umhverfislegu sjálfbæri.
  • Samfélagssjóður Rio Tinto á Íslandi var stofnaður vorið 2005 og úr honum eru veittir styrkir til ýmissa metnaðarfullra verkefna.
  • Við erum hluti af samfélaginu.
  • Við viljum vera fyrirmynd annarra.