Styrktarflokkar

Ákvarðanir um styrkveitingar frá  Rio Tinto á Íslandi byggjast á stefnu og gildum fyrirtækisins. Til að verkefni eða félag eigi möguleika á að fá úthlutað styrk þarf það að falla í einhvern þessara málaflokka. 

  • Heilsa og hreyfing
    Stuðningur við verkefni á þessu sviði er í anda þeirrar stefnu okkar að stuðla að góðri almennri heilsu starfsmanna. Við munum því skoða með opnum huga umsóknir eða óskir um samstarf sem líkleg eru til að bæta heilbrigði, hvort heldur það eru rannsóknir eða verkefni sem hvetja til aukinnar hreyfingar. 
  • Öryggismál
    Öryggismál eru einkar þýðingarmikil í okkar augum og við erum jákvæð gagnvart verkefnum sem hafa það markmið að bæta öryggi eða efla öryggisvitund með einhverjum hætti. 
  • Umhverfismál
    Mörg undanfarin ár höfum við lagt okkar af mörkum á sviði umhverfismála. Því ætlum við að halda áfram og erum sannfærð um að áhugaverðar óskir um samstarf muni berast okkur hér eftir sem hingað til.
  • Menntamál 
    Vel menntað starfsfólk er grundvöllur góðs árangurs í okkar fyrirtæki. Við viljum því leggja okkar af mörkum til metnaðarfullra verkefna á þessu sviði og þar koma til greina námsstyrkir til einstaklinga, stuðningur við einstök verkefni skóla á háskólastigi og skólafélaga. Verkefni á sviði hátækni eru mjög í okkar anda og verða skoðuð í jákvæðu ljósi.
  • Menningarmál
    Þennan málaflokk skilgreinum við nokkuð vítt og við erum opin fyrir ýmsum hugmyndum. Líknar- og góðgerðarstarfsemi teljum við geta fallið innan þessa málaflokks enda er menning í okkar augum ekki einskorðuð við listir - hún er samnefnari fyrir það sem er mannlegt.

 

 

Samfélagið og við

  • Við erum samfélagslega ábyrgt fyrirtæki.
  • Við viljum stuðla að félagslegu, efnahagslegu og umhverfislegu sjálfbæri.
  • Samfélagssjóður Rio Tinto á Íslandi var stofnaður vorið 2005 og úr honum eru veittir styrkir til ýmissa metnaðarfullra verkefna.
  • Við erum hluti af samfélaginu.
  • Við viljum vera fyrirmynd annarra.