09.10.2001

Tillaga að matsáætlun tilbúin

Tillaga að matsáætlun fyrir mögulega stækkun ISAL hefur verið send til Skipulagsstofnunar. Í tillögunni, sem unnin er af verkfræðistofunni Hönnun, er fyrirhugaðri framkvæmd lýst og kynntir þeir þættir mats á umhverfisáhrifum sem lögð verður áhersla á. Að sögn Axels Vals Birgissonar, umhverfisverkfræðings hjá Hönnun, er stefnt er að því að hefja ferli vegna umsóknar um starfsleyfi álversins strax í haust og að skýrsla um mat á umhverfisáhrifum álversins verði tilbúin í apríl á næsta ári.

ISAL miðar mat á umhverfisáhrifum við að stækkunin verði í tveimur áföngum og að framleiðslugetan í hvorum þeirra verði allt að 100 þúsund tonn á ári. Nú framleiðir ISAL um 170 þúsund tonn en er heimilt skv. starfsleyfi að framleiða 200 þúsund tonn á ári. Að lokinni mögulegri stækkun gæti framleiðslugetan því verið allt að 400 þúsund tonn á ári.

Tímasetning framkvæmda ræðst að mestu af orkuöflun en ekki hafa verið gerðir samningar við orkuseljendur um kaup á raforku. Þó er stefnt að því að framkvæmdum við fyrri áfanga stækkunarinnar ljúki eigi síðar en árið 2005 og við síðari áfanga árið 2010.

Gert er ráð fyrir að staðsetning kerskála verði sunnan við núverandi skála þar sem Reykjanesbrautin liggur. Fjölgun starfa verður um 160 í fyrri áfanga og um 120 í seinni áfanga eða alls um 280 auk þeirra 530 sem nú starfa við álverið.

Skipulagsstofnun leitar eftir umsögn leyfisveitenda, og eftir atvikum annarra aðila, og ber að taka ákvörðun um fram komna tillögu að matsáætlun innan 4 vikna frá því hún berst stofnuninni.

Smelltu hér til að nálgast frekari upplýsingar.


« til baka

Fréttasafn

2024

febrúar, janúar

2023

október, janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar