16.06.2005
Úrvinnsla á umsóknum í Samfélagssjóð í gangi
Mikill áhugi virðist vera á nýstofnuðum Samfélagssjóði Alcan ef marka má þann fjölda umsókna sem borist hefur frá því tilkynnt var um stofnun sjóðsins. Úrvinnsla á umsóknum er í fullum gangi og stefnt er að því að afgreiða þær fljótt og örugglega.
Upplýsingar um úthlutanir úr sjóðnum verða birtar hér um leið og úthlutunarnefnd hefur tekið afstöðu til umsóknanna, og aflað sér frekari gagna í þeim tilfellum sem það hefur þótt æskilegt.
« til bakaDeila