31.08.2005

Haustgöngur hefjast 10. september

Haustgöngur Alcan eru heilsu- og útivistarverkefni sem fyrirtækið stendur fyrir í samvinnu við útivistarfélagið Ferli. Um er að ræða röð gönguferða í fallegu umhverfi Straumsvíkur, en á svæðinu eru skemmtilegar gönguleiðir og merkar minjar af ýmsu tagi.

Skipulagðar hafa verið þrjár ferðir og verður sú fyrsta farin laugardaginn 10. september. Gengið verður um Hraunin vestan Straumsvíkur og lagt verður af stað frá lista- og menningarmiðstöðinni Straumi kl. 13. Gangan er við allra hæfi og áætlað er að hún taki tvo til þrjá tíma. Hinar gönguferðirnar verða auglýstar hér á síðunni og í Fjarðarpóstinum, en þær verða farnar 17. og 24. september.


« til baka

Fréttasafn