15.09.2005

Ganga nr. 2

Laugardaginn 17. september halda Haustgöngur Alcan áfram og nú verður gengið undir leiðsögn upp í Straumssel. Mæting er við listamiðstöðina Straum kl. 13 á laugardag og áætlað er að gangan taki um þrjá tíma. Hún er við allra hæfi og eru fólk hvatt til að slást í hópinn.

Um síðustu helgi var gengið um Hraunin vestan Straumsvíkur og heppnaðist gangan vel. Um 20 manns tóku þátt í göngunni og létu vel af.


« til baka