19.03.2007

Hagfræðistofnun Háskóla Íslands staðfestir um 800 milljóna króna tekjur Hafnarfjarðar af starfsemi stækkaðs álvers í Straumsvík.

Forsvarsmenn Alcan á Íslandi taka undir með Hagfræðistofnun Háskóla Íslands um góða möguleika Hafnfirðinga á að laða áfram til sín atvinnustarfsemi sem skapað getur bæjarfélaginu umtalsverðar tekjur til viðbótar við þann tæplega einn og hálfa milljarð króna sem fást mun af starfsemi stækkaðs álvers á hverju ári. Hins vegar er að mati álversins engin ástæða til að til að ætla að starfsemi þess sé hindrandi fyrir aðra atvinnustarfsemi, hvort heldur sem er á því svæði sem nú er áformað að nýta fyrir iðnaðarstarfsemi né á ýmsum öðrum landsvæðum sem bæjarfélagið hefur yfir að ráða. Jafnframt er vakin athygli á því að í greinargerð Hagfræðistofnunar HÍ sem unnin er fyrir Hafnarfjarðarbæ er ekki tekið tillit til þess tekjutaps sem bæjarfélagið yrði fyrir ef núverandi starfsemi álversins yrði hætt á næstu árum.

Samkvæmt útreikningum sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Alcan á Íslandi og skilaði af sér í síðustu viku munu beinar tekjur bæjarfélagsins af starfsemi álversins, verði stækkun þess heimiluð, verða um 800 milljónir króna á ári. Aðrar tekjur bæjarsjóðs vegna aukinna umsvifa fyrirtækja sem eiga viðskipti við álverið og annarra afleiddra starfa og umsvifa atvinnulífs í Hafnarfirði verða um 600 milljónir króna skv. útreikningum hagfræðinga Samtaka atvinnulífsins. Þetta jafngildir alls ríflega 60 þúsund krónum á hvern bæjarbúa eða um 250 þúsundum króna á ári fyrir hverja fjögurra manna fjölskyldu

Tekjur Hafnfirðinga af rekstri álversins eru að langstærstu leyti óháðar afkomu þess. Þær munu skila sér óháð sveiflum í íslensku efnahagslífi, óháð aflabrögðum, þróun á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum, gengi íslenskrar krónu, vaxtastigi í landinu og öðrum áhrifavöldum á afkomu þjóðarinnar á hverjum tíma. Þær koma til viðbótar við allar aðrar tekjur sem bæjarsjóður getur haft – meðal annars af annarri iðnaðar- og atvinnustarfsemi sem áformað er að byggja upp í nágrenni álversins – og eflaust má koma mun víðar fyrir í landi bæjarins ef eftirspurn verður meiri en framboð á næstu árum.

Í þessum útreikningum er ekki tillit tekið til þess, sem öllum hagfræðingum ætti þó að geta verið ljóst, að núverandi starfsemi álversins mun leggjast af verði stækkun ekki heimiluð. Við það munu tekjur bæjarins minnka um a.m.k. fjögur hundruð milljónir króna á ári miðað við þann samning sem gerður hefur verið við ríkisvaldið um skattaumhverfi álversins.

« til baka

Fréttasafn

2023

janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar