27.03.2007

Raflínur í jörð við Vallarhverfið

Línumannvirki við Vallarhverfið í Hafnarfirði verða fjarlægð ásamt stórum hluta spennustöðvarinnar við Hamranes samkvæmt nýju samkomulagi milli Landsnets og Alcan. Aðrar loftlínur sem nú standa ofan við byggðina verða settar í jörð við Kaldárselsveg að spennustöðinni en stöðin mun að loknum breytingum eingöngu þjónusta íbúabyggð á svæðinu. Hafnarfjarðarbær mun ekki bera kostnaðinn af breytingunum en þær eru háðar því að stækkun álversins verði að veruleika, enda eru aukin raforkukaup álversins forsenda þess að breytingin verði. Með samkomulaginu er komið mjög til móts við óskir bæjaryfirvalda og íbúa á svæðinu, sem hafa m.a. óskað eftir því að fá raflínur í jörð þar sem hægt er að koma slíku við.

Þær raflínur sem liggja munu að álverinu eftir breytingu verða mun fjær byggðinni en nú er. Byggð verður ný spennistöð við Hrauntungur, á landsvæði sem ráðgert er að verði framtíðariðnaðarhverfi Hafnarfjarðar, en að hinni nýju spennustöð verður ein loftlína frá Hamranesi. Vegna aukinna raforkuflutninga til álversins þarf að bæta við einni raflínu í flutningskerfi Landsnets (Kolviðarhólslínu 2) sem liggja mun ofan af Hellisheiði samhliða Búrfellslínu 3 að nýrri spennistöð við Hrauntungur. Flutningsgeta Búrfellslínu 3 verður einnig aukin og umhverfisrask þannig lágmarkað.

Samkomulagið er mikilvægur liður í því að sætta ólík sjónarmið sem uppi hafa verið varðandi orkuflutninga til stækkaðs álvers í Straumsvík. Það var einnig mikilvægt að ljúka málinu fyrir kosningarnar um framtíð álversins enda geta Hafnfirðingar myndað sér skoðun á málinu á ígrundaðri hátt en ella hefði verið.


« til baka

Fréttasafn

2023

janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar