29.05.2009
ISAL með bestan árangur stærstu fyrirtækja í Hjólað í vinnuna
Eins og mörg undanfarin ár náði ISAL bestum árangri í flokki stærstu fyrirtækja í átakinu Hjólað í vinnuna, hvort sem litið er til fjölda kílómetra eða fjölda þátttakenda. Átakinu lauk formlega í dag með því að afhentar voru viðurkenningar í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum.
200 starfsmenn ISAL í 26 liðum tóku þátt í átakinu og fóru samtals 20.650 kílómetra, eða að meðaltali 103 kílómetra hver þátttakandi. Af einstökum liðum innan fyrirtækisins fór 10 manna lið Flúorfáka lengsta vegalengd eða 3.677 kílómetra. Álliðið, sem einnig var skipað 10 þátttakendum, fór 3.021 kílómetra.
Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá afhendingu viðurkenninganna í dag.
« til bakaDeila