27.11.2009

Maraþonstyrkir til góðgerðarmála

Á dögunum voru afhentir styrkir til góðgerðarmála sem Alcan á Íslandi hf. veitir í tengslum við þátttöku starfsmanna álversins í Straumsvík í Reykjavíkurmaraþoni 2009. Veittur var 100.000,- kr. styrkur fyrir hvern hlaupahóp sem í voru 10 hlauparar hið minnsta, en hlauparar ákváðu sjálfir hvaða aðili skyldi styrktur.

Alls tóku 120 starfsmenn álversins í 11 hlaupahópum þátt í Reykjavíkurmaraþoni. Styrkfjárhæðin nam því alls 1.100.000,- kr.

Afhendingin fór fram í mötuneyti ISAL í Straumsvík og mættu þangað fulltrúar þeirra sem hlutu styrki til að veita þeim viðtöku frá fulltrúum hlaupahópanna og njóta léttra kaffiveitinga.

Eftirtaldir aðilar hlutu styrk:

  • ADHD samtökin
  • Á rás fyrir Grensás
  • Bætum brjóst (tveir styrkir)
  • Einstök börn
  • Félag áhugafólks um Downs heilkenni
  • Hringurinn
  • Ljósið
  • Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur
  • Neistinn – styrktarfélag hjartveikra barna
  • Umhyggja – félag til stuðnings langveikum börnum

Óhætt er að segja að athöfnin hafi lukkast vel og létu fulltrúar góðgerðarsamtakanna í ljós mikið þakklæti í garð fyrirtækisins og starfsmanna þess. Þeim var á móti þakkað þeirra ómetanlega og óeigingjarna starf í þágu íslensks samfélags.

 

Fulltrúar hlaupahópsins "Rafliðanna" afhenda fulltrúum Neistans styrk.

Fulltrúi "Liðs til Bjargar" afhendir fulltrúa ADHD samtakanna styrk.

Fulltrúi "Vísindamannanna" afhendir fulltrúum Hringsins styrk.

Að afhendingu lokinni var boðið upp á kaffiveitingar:


« til baka

Fréttasafn

2024

febrúar, janúar

2023

október, janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar