21.01.2010

Fyrri hluti straumhækkunarverkefnisins fer af stað - um 100 viðbótarstörf í Straumsvík fram á mitt næsta ár

Rio Tinto Alcan hefur ákveðið að hefja framkvæmdir við fyrri hluta straumhækkunarverkefnisins við álverið í Straumsvík. Í því felst aðallega mikilvæg endurnýjun á rafbúnaði í aðveitustöð álversins, sem hefur þann tvíþætta tilgang að auka áreiðanleika verksmiðjunnar og gera straumhækkun mögulega.

Þessi fyrri hluti verkefnisins felur í sér fjárfestingu fyrir rúmlega 100 milljónir Bandaríkjadala. Ákvörðunin er því til marks um eindreginn vilja Rio Tinto Alcan til að efla starfsemina í Straumsvík og þá trú fyrirtækisins að áfram verði vænlegt að stunda starfsemi á Íslandi.

Verkfræðifyrirtækið HRV gegnir lykilhlutverki við framkvæmd verkefnisins ásamt öðrum íslenskum fyrirtækjum, meðal annars Íslenskum aðalverktökum sem annast munu jarðvegs- og byggingarframkvæmdir. Gert er ráð fyrir að þessi fyrri hluti kalli á um 100 viðbótarstörf á athafnasvæðinu í Straumsvík fram á mitt næsta ár. Framkvæmdir hefjast á allra næstu vikum.

Verkefnið felur í sér stækkun á aðveitustöð álversins innan athafnasvæðis ISAL en að öðru leyti fer uppfærsla og endurnýjun rafbúnaðarins fram innan núverandi bygginga.

Svo sem kunnugt er felur straumhækkunarverkefnið í heild sinni í sér fjárfestingu fyrir um 330 milljónir Bandaríkjadala og er gert ráð fyrir að um þriðjungur þeirrar fjárhæðar renni til íslenskra aðila. Markmiðið er að auka framleiðslugetu álversins um hér um bil 40 þúsund tonn með straumhækkun og tilsvarandi uppfærslu á búnaði í núverandi byggingum. Ákvörðun um seinni áfanga verkefnisins verður tekin síðar.

Samningaviðræður um endurnýjun á raforkusamningi verksmiðjunnar auk viðbótarorku fyrir straumhækkunarverkefnið eru á lokastigi og hefur samkomulag náðst um helstu atriði.

„ISAL hefur starfað hér í yfir 40 ár og vilji okkar stendur til þess að halda áfram að leggja drjúgan skerf af mörkum til íslensks efnahagslífs og samfélags um ókomin ár. Þetta er mikilvægur áfangi að því marki,“ segir Rannveig Rist forstjóri Alcan á Íslandi.


« til baka

Fréttasafn

2024

febrúar, janúar

2023

október, janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar