21.05.2010

Óvenjulegur reykur

Óvenjulegur svartur reykur barst frá álverinu í Straumsvík um kvöldmatarleytið í fyrradag, nánar tiltekið frá kl. 18:42 til 19:14. Skýringin er bilun í brennara í olíuofni í steypuskála. Þess er vænst að viðgerð á brennaranum ljúki á morgun, laugardag, og verður hann ekki notaður fram að því.


« til baka