03.06.2010

Alcan á Íslandi og Hafnarfjarðarbær styrkja barna- og unglingastarf íþróttafélaganna í Hafnarfirði

Alcan á Íslandi hf. og Hafnarfjarðarbær færðu í dag fulltrúum íþróttafélaga innan ÍBH fjármuni til styrktar barna- og unglingastarfi félaganna. Athöfnin fór fram í höfuðstöðvum Alcan í Straumsvík og styrkina afhentu Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi hf. og Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Á milli ÍBH, Alcan og Hafnarfjarðarbæjar hefur verið í gildi samningur frá árinu 2001 um stuðning við íþróttastarf félaganna fyrir iðkendur 16 ára og yngri.

Samningurinn felur í sér að Alcan á Íslandi hf. og Hafnarfjarðarbær leggja ÍBH til 12 milljónir króna á ári, 6 milljónir frá hvorum aðila, og er heildarupphæðinni er skipt í tvær úthlutanir yfir árið. Í vorúthlutun er 60% upphæðarinnar skipt á félögin út frá iðkendafjölda þeirra sem eru 16 ára og yngri. Seinni úthlutun fer fram í desember og er afgangur upphæðinnar greiddur út frá námskrám og menntunarstigi þjálfara félaganna. Styrkirnir eiga m.a. að vera félögunum hvatning til að endurskoða og bæta innra starfið reglulega og eru þessir styrkir einstakir á landsvísu.

Í dag var úthlutað samtals 7,2 milljónum króna sem skiptast samkvæmt ákvæðum samningsins á þau 11 félög sem sóttu um stuðning fyrir barna- og unglingastarf síns félags. Eftirfarandi félög hlutu styrk:
Knattspyrnufélagið Haukar kr. 1.965.876, Fimleikafélag Hafnarfjarðar kr. 1.708.788, Fimleikafélagið Björk kr. 1.517.896, Sundfélag Hafnarfjarðar kr. 509.557, Hestamannafélagið Sörli kr. 300.192, Golfklúbburinn Keilir kr. 295.574, Badmintonfélag Hafnarfjarðar kr. 274.022, Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar kr. 270.943, Siglingaklúbburinn Þytur kr. 178.576, Hnefaleikafélag Hafnarfjarðar kr. 135.471 og Íþróttafélagið Fjörður kr. 43.105.

Samningur þessi er íþróttafélögunum í Hafnarfirði gífurlega mikilvægur. Barna- og unglingastarf hafnfirskra íþróttafélaga hefur þróast og orðið faglegra með hverju árinu sem líður. Samningurinn hefur m.a. virkað sem hvati á félögin til að skila sem bestu starfi, félagslega, andlega og íþróttalega. Hafnarfjarðarbær hefur í gegnum árin stutt íþróttastarfið dyggilega og gert félögunum kleift að halda úti öflugu íþróttastarfi sem hefur án efa aukið bæjarstolt íbúanna og eflt bæjarbraginn til muna, enda hefur bærinn viðurnefnið „Íþróttabærinn Hafnarfjörður“. Úr röðum fyrirtækja er Alcan á Íslandi hf. án efa einn stærsti styrktaraðili barna- og unglingaíþrótta á landsvísu.


« til baka

Fréttasafn

2024

febrúar, janúar

2023

október, janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar