30.12.2010

Samningur um stuðning við íþróttastarf barna og unglinga endurnýjaður

Á íþróttahátíð Hafnarfjarðar í gær endurnýjuðu fulltrúar Íþróttabandalags Hafnarfjarðar (ÍBH), Alcan á Íslandi hf. og Hafnarfjarðarbæjar samstarfssamning um stuðning við íþróttastarf félaganna fyrir iðkendur 16 ára og yngri.
 
Samstarfssamningur milli þessara aðila um stuðning við íþróttastarf barna og unglinga hefur verið í gildi allt frá árinu 2001. Hann hefur nú verið endurnýjaður til næstu þriggja ára.
 
Alcan á Íslandi hækkar framlag sitt úr 6 milljónum á ári í 9 milljónir á ári, auk þess sem fyrirtækið tekur þátt í kostnaði við merkingu keppnisbúninga og fleira. Ástæða þess að framlagið er hækkað er ekki síst sú að iðkendum hefur fjölgað mikið á undanförnum árum, sem bendir til þess að þetta samstarf hafi skilað árangri.
 
Heildarfjárhæð styrkja yfir samningstímann er 48 milljónir króna.
 
Styrkjum samkvæmt samningnum er úthlutað tvisvar á ári og fór síðari úthlutun ársins 2010 fram á íþróttahátíðinni í gær. Nam sú styrkveiting 4,8 milljónum króna. Upphæðinni er skipt á aðildarfélög ÍBH annars vegar út frá iðkendafjölda og hins vegar út fá námskrám og menntunarstigi þjálfara félaganna. Þannig eiga styrkirnir að vera félögunum hvatning til að efla faglegt starf sitt, en íþróttastarf í Hafnarfirði er sem kunnugt er mjög öflugt. Sést það meðal annars á því að á íþróttahátíðinni í gær voru heiðraðir hátt í 500 hafnfirskir íþróttamenn sem höfðu orðið ýmist Íslands- eða bikarmeistarar í sinni grein.

Frá undirritun samningsins á íþróttahátíð Hafnarfjarðar í gær.


« til baka

Fréttasafn

2024

febrúar, janúar

2023

október, janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar