17.05.2011

Sjálfbærniskýrsla ISAL fyrir 2010

Sjálfbærniskýrsla ISAL fyrir árið 2010 er komin út. Í henni er yfirlit yfir árangur ársins og áherslur í helstu málaflokkum, svo sem umhverfismálum, öryggismálum, heilbrigðismálum og samfélagsmálum auk upplýsinga um efnahagsleg umsvif fyrirtækisins.

Meðal þess sem fram kemur í skýrslunni er að:

  • Losun flúoríðs var sú minnsta í sögu álversins, og má m.a. rekja þann árangur til endurbóta á þurrhreinsistöðvum sem gerðar voru að frumkvæði starfsmanna og byggja á hugviti þeirra.
  • Engin slys urðu í fyrstu þremur slysaflokkunum en 22 í fjórða flokki. Misstig voru þar algengustu tilvikin eða sex talsins.
  • Útblástur brennisteinsdíoxíðs (SO2) var sá minnsti í sex ár. Mælingar á Hvaleyrarholti sýndu að magn SO2 í andrúmsloftinu fór hæst í um það bil 1/10 af heilsuverndarmörkum, bæði hvað varðar sólarhringsmeðaltal og klukkustundarmeðaltal.
  • Álframleiðsla í kerskálum nam 189.965 tonnum, sem er met.
  • Styrkir og styrktarsamningar fyrirtækisins námu 46 milljónum króna á árinu. Þar af var 13 milljónum veitt úr Samfélagssjóði, 6 milljónir runnu til barna- og unglingastarfs íþróttafélaganna í Hafnarfirði og 5,5 milljónir runnu til að hrinda af stað samstarfsverkefni um endurheimt votlendis í því skyni að draga úr losun CO2 úr jarðvegi. Allt framangreint eru viðvarandi verkefni hjá ISAL á næstu árum.
  • Álverið keypti vörur og þjónustu af mörg hundruð íslenskum fyrirtækjum fyrir 6,8 milljarða króna á árinu, fyrir utan rafmagn. Reiknaður tekjuskattur (til greiðslu á þessu ári) nam 1,7 milljörðum og orkuskattur um 350 milljónum.
  • Framkvæmdir hófust á árinu við stærsta fjárfestingarverkefni sem ráðist hefur verið í á Íslandi frá hruni. Útgjöld álversins á Íslandi vegna verkefnisins námu 3,3 milljörðum króna á árinu og í árslok unnu á þriðja hundrað manns við verkefnið.
  • Kvartanir frá samfélaginu voru sjö, en tvær árið áður. Aukningin skýrist einkum af hávaða vegna bilunar í hljóðdeyfi löndunarbúnaðar, sem olli miklu ónæði í nágrannabyggðum um skeið.

Hægt er að sækja rafrænt eintak af skýrslunni með því að smella hér.


« til baka

Fréttasafn

2024

apríl, febrúar, janúar

2023

október, janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar