15.11.2011
2 milljónum úthlutað úr Samfélagssjóði
Úthlutað hefur verið úr Samfélagssjóði Rio Tinto Alcan á Íslandi vegna þeirra styrkumsókna sem bárust sjóðnum frá 9. júní til og með 30. september 2011. Styrkveitingar að þessu sinni námu um 2 milljónum króna. Sjóðnum bárust alls 72 umsóknir en styrkþegar voru 10.
Samfélagssjóður Rio Tinto Alcan á Íslandi styrkir verkefni í eftirfarandi málaflokkum sem endurspegla þau gildi sem fyrirtækið leggur áherslu á:
- Heilsa og hreyfing
- Öryggismál
- Umhverfismál
- Menntamál
- Menningarmál, þar með talin góðgerðarmál og samfélagsverkefni af ýmsu tagi
Eftirfarandi hlutu styrk að þessu sinni:
Erla Sólveig Óskarsdóttir
vegna hönnunar og frumgerðarsmíði á álborði, kr. 380.000
Berent Karl Hafsteinsson
vegna forvarnastarfs, kr. 340.000
Jólaþorpið
vegna uppsetningar Jólaþorpsins í Hafnarfirði, kr. 300.000
Hraunavinir
vegna hreinsunar í hrauninu sunnan Hafnarfjarðar, kr. 200.000
Gaflaraleikhúsið
vegna menningarvals unglingadeilda í samvinnu við Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar, kr. 200.000
Dr. Claudia Georgsdóttir
vegna þróunar á taugasálfræðilegu forriti til að meta ökuhæfni aðila sem lent hafa í slysi, kr. 200.000
Karlakórinn Þrestir
vegna 100 ára starfsafmælis kórsins, kr. 200.000
Hafnarborg
vegna hádegistónleika Hafnarborgar veturinn 2011-2012, kr. 110.000
Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands – Hafnarfjarðardeild
vegna kynningarstarfs, kr. 100.000
Nemendur í Véla- og Orkutæknifræði við Háskólann í Reykjavík
vegna þátttöku á Alunord 2011, kr. 50.000
« til bakaDeila