13.02.2012

Gísli Örn Gíslason skyndihjálparmaður ársins

Gísli Örn Gíslason, rafvirki á aðalverkstæði Alcan á Íslandi, var um helgina útnefndur "skyndihjálparmaður ársins" af Rauða krossinum fyrir að hafa sýnt hárrétt viðbrögð þegar dóttir hans fór í hjartastopp á heimili þeirra fyrir rúmu ári. Hann tók við viðurkenningu Rauða krossins í Smáralind á laugardaginn var, á hátíðardagskrá Neyðarlínunnar og samstarfsaðila um 112-daginn.

Gísli bjargaði lífi dóttur sinnar, Sigurbjargar Jóhönnu Gísladóttur, með hjartahnoði eftir að hún fór í hjartastopp á heimili þeirra þann 29. janúar 2011.

Eins og fram kemur í frétt Rauða krossins hélt Gísli fyrst að dóttir sín væri að grínast þegar höfuð hennar seig niður, en áttaði sig fljótt á að ekki var allt með felldu og að hjarta hennar hefði stöðvast. Hann kallaði á eiginkonu sína að hringja í sjúkrabíl, tók dóttur sína niður á gólf og hóf strax endurlífgun.

Gísli segir að skyndihjálparnámskeið sem hann hefur farið á reglulega hér í Straumsvík hafi komið sér vel á þessari ögurstundu.

Sjúkraflutningamenn og lögreglumenn komu á staðinn 7-8 mínútum eftir hringt var í 112. Þeir gáfu Sigurbjörgu stuð sem kom hjarta hennar aftur af stað.

Þetta er í ellefta sinn sem Rauði krossinn velur Skyndihjálparmann ársins. Dómnefndina skipa fulltrúar frá Rauða krossi Íslands, Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu, Neyðarlínunni, Landsspítala háskólasjúkrahúsi, lögreglunni, og Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.

Tilgangur tilnefningarinnar er ekki síst að hvetja aðra til að læra skyndihjálp og vera þar af leiðandi hæfari til að veita aðstoð á vettvangi slysa og áfalla.

Full ástæða er til að óska Gísla innilega til hamingju með tilnefninguna, en eins og hann bendir sjálfur á eru stærstu verðlaunin að sjálfsögðu þau að hafa bjargað lífi dóttur sinnar.

Tilnefningin er öllum starfsmönnum álversins hvatning til að viðhalda og auka við þekkingu sína á skyndihjálp.

Starfsfólki í Straumsvík er árlega boðið upp á hálfsdags skyndihjálparnámskeið hjá sérfræðingi frá Rauða krossinum. Þátttaka í þessum námskeiðum hefur verið mjög góð og hafa iðulega um 100-150 starfsmenn sótt þau í hvert sinn.

Gísli Örn ásamt dóttur sinni Sigurbjörgu Jóhönnu, eiginkonu og syni. Með þeim á myndinni eru Kristján Sturluson, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands, Ingibjörg Lilja Diðriksdóttir formaður Kópavogsdeildar og Anna Stefánsdóttir formaður Rauða kross Íslands.


« til baka

Fréttasafn

2023

janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar