07.03.2005

Tímamótasamningur milli Alcan og ANZA

Nýr samningur milli Alcan á Íslandi og ANZA um rekstur tölvukerfis Alcan hefur verið undirritaður. Samningurinn er til fjögurra ára og felur í sér að ANZA sér um allan daglegan rekstur vélbúnaðar og netkerfis Alcan í Straumsvík. Ennfremur annast ANZA viðhald og forritun ýmissa hugbúnaðar-, iðntölvu-og skjágæslukerfa og tekur að sér margvísleg ný verkefni á því sviði.

 

ANZA hefur séð um rekstur tölvukerfis Alcan í Straumsvík í sjö ár og hefur samstarfið gengið vel. Fyrri samningur þessara fyrirtækja rann út um nýliðin mánaðmót, en fyrir þann tíma hafði Alcan að vel athuguðu máli óskað eftir samningaviðræðum við ANZA þar sem krafa var gerð um lækkun á kostnaði án þess að það kæmi niður á þjónustustiginu.  Stjórnendur ANZA töldu það mögulegt ef fyrirtækið fengi fleiri verkefni en áður sem tengdust tölvukerfi Alcan. Þannig gæti ANZA hámarkað nýtingu á  búnaði sínum og mannafla, lækkað einingaverð á þjónustunni en selt fleiri einingar.

 

"Flókið og margþætt tölvukerfi Alcan gegnir lykilhlutverki í rekstri og framleiðslu álversins," segir Þórunn Pálsdóttir, yfirmaður tölvumála hjá Alcan. "Kerfið þarf þess vegna að vera öruggt allan sólarhringinn árið um kring og þjónustan í háum gæðaflokki.  Nýi samningurinn tryggir Alcan aðgang að þeirri tækni og þekkingu sem ANZA býr yfir ásamt þeim sveigjanleika sem er nauðsynlegur í síbreytilegum heimi tölvutækninnar."

 

Samningurinn er í anda Alcan um um fækkun birgja og samvinnu við þá með hagkvæmni og sparnað að markmiði til lengri tíma litið.


« til baka

Fréttasafn

2024

febrúar, janúar

2023

október, janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar