15.10.2014

Hljóðdeyfir settur á lofthreinsistöð

Hljóðdeyfir var settur á nýja lofthreinsistöð álversins á mánudaginn var og hefur það dregið mjög úr hávaða.

Tvær nýjar lofthreinsistöðvar hafa verið settar upp vegna 8% framleiðsluaukningar álversins, sem kallar á betri hreinsun útblásturs frá kerum en áður. Þegar fyrri stöðin var gangsett í sumar reyndist hún háværari en til var ætlast. Þótt mælingar verkfræðistofu sýndu ekki aukinn hávaða í næstu íbúahverfum var tíðnisviðið lægra en áður. Það olli talsverðu ónæði sums staðar á álverslóðinni og líklega einnig hjá sumum íbúum í nágrenninu.

Af þeim sökum var ákveðið að kaupa hljóðdeyfa í báðar nýju stöðvarnar fyrir u.þ.b. 40 milljónir króna, setja annan þeirra strax á þá stöð sem búið var að gangsetja og fresta gangsetningu á seinni stöðinni (sem er nær Hafnarfirði) þar til hljóðdeyfir hefði verið settur á hana líka, sem verður gert í næstu viku.

Eftir framkvæmdina á mánudag var strax greinilegt að hávaði frá nýju stöðinni minnkaði mjög mikið og það hefur nú verið staðfest með mælingum á lóðinni.

Þess má geta að kraninn sem notaður var til að hífa búnaðinn yfir kerskála og ofan í stromp lofthreinsistöðvarinnar mun vera einn sá öflugasti á landinu. Hann getur lyft um 300 tonnum við kjöraðstæður en u.þ.b. 30 tonnum á þann hátt sem hér var gert. Hljóðkúturinn, sem keyptur var frá Kanada, vegur tæp 8 tonn. Vel gekk að koma honum fyrir og tók verkið innan við klukkustund.

Hér eru nokkrar myndir frá framkvæmdinni:


Guðrún Þóra Magnúsdóttir leiðtogi umhverfismála og Guðmundur Hermannsson leiðtogi efnisvinnslu og þróunarverkefna skoða hljóðkútinn áður en hann var hífður upp.


Hífing hefst.


Starfsmenn álversins fylgdust spenntir með þegar lofthreinsistöðin var ræst að nýju og ljóst varð að hljóðkúturinn gerði sitt gagn eins og til var ætlast.


« til baka

Fréttasafn

2024

apríl, febrúar, janúar

2023

október, janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar