21.09.2004

Alcan bakhjarl Íslandskynningar í París

Alcan á Íslandi er einn af aðalstuðningsaðilum viðamikillar Íslandskynningar sem fram fer í í París dagana frá 27. september til 5. janúar nk.  Kynningin er skipulögð og kostuð af frönskum og íslenskum stjórnvöldum (auk styrktaraðila) og er markmiðið að efla ímynd Íslands og íslensku þjóðarinnar í Frakklandi. Kynning á íslenskri menningu - listum og vísindum - , margskonar sérþekkingu og atvinnulífi verður þungamiðjan í Íslandskynningunni, en að auki verða ýmsir listburðir á dagskránni þar sem íslenskir listamenn koma fram. 

Mikil vinna hefur verið lögð í hönnun sýningar sem sett verður upp í vísindahöllinni í París, Palais de la Découverte, og búist er við að hún vekji mikla athygli. Meðal þess sem á að fanga athygli Parísarbúa er ísjaki úr Jökulsárlóni sem settur verður niður í miðborg Parísar, fyrir framan vísindahöllina. Meðfylgjandi mynd var tekin þegar jakinn var sóttur í Jökulsárlón.

 Alcan er stolt af því að geta lagt þessari stærstu Íslandskynningu á franskri grundu lið og hvetur alla sem eiga leið til Parísar að líta við í vísindahöllinni.

 Skoðaðu heimasíðu Íslandskynningarinnar með því að smella hér.


« til baka