06.09.2004

Dorrit í Straumsvík

Frú Dorrit Moussaieff, forsetafrú, heimsótti Straumsvík í lok ágúst og kynnti sér starfsemi álversins.  Hún skoðaði meðal annars athafnasvæði álversins og  heilsaði upp á starfsfólk, sem kunni vel að meta heimsóknina.

Fjölmiðlar sýndu heimsókninni mikinn áhuga og fylgdu forsetafrúnni hvert spor. Í viðtölum við fjölmiðla lýsti Dorrit yfir mikilli ánægju með heimsóknina og var ánægjulegt að heyra hvernig fyrirtækið og starfsfólkið kom henni fyrir sjónir.

Við þökkum Dorrit fyrir komuna!


« til baka