15.06.2004

Fjölskyldudagur Alcan

Það var líf og fjör á Fjölskyldudegi Alcan í Straumsvík sem haldinn var laugardaginn 5. júní og mikið um að vera.

Fjölskyldumeðlimum starfsmanna Alcan var boðið í herlegheitin og gafst þeim tækifæri til að skoða verksmiðjuna og starfsemina sem þar fer fram. Um 750 manns mættu á svæðið og nutu ljúffengra veitinga í góðu veðri. Í boði voru heitar rjómavöfflur og kaffi og einnig grillaðar pylsur.

 Dagskráin var fjölbreytt og fengu gestir m.a. að sjá leikritið Áslákur í Álverinu sem Möguleikhúsið sýndi, Jónsi í Svörtum fötum söng og dansaði með börnunum ásamt Hrafnkeli félaga sínum og einnig söng Álkórinn við góðar undirtektir. Auk þessa var athyglisverð sýning á állistaverkum sem börn og barnabörn starfsmanna bjuggu til. Listaverkin voru eingöngu gerð úr álpappír og það vantaði ekki hugmyndaflugið hjá ungu listamönnunum. Þátttakendur voru krýndir állistamenn Alcan að sýningu lokinni.

 Allir vour sammála um að þessi dagur hafi tekist með afbrigðum vel og mun án efa verða endurtekinn að ári liðnu.


« til baka

Fréttasafn

2023

janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar