19.06.2003

Alcan Open 2003

Opna Alcan mótið í golfi verður haldið á Hvaleyrarvelli
í Hafnarfirði laugardaginn 28. júní nk.

Veitt verða verðlaun fyrir besta skor án forgjafar auk
þess sem Alcan meistari ársins fær glæsilegan farandgrip
til varðveislu í eitt ár.

Veitt verða verðlaun fyrir fyrstu 6 sætin í punktakeppni,
nándarverðlaun á öllum par 3 holum vallarins, veittar verða
teiggjafir og dregið verður úr skorkortum í mótslok.

Skráning fer fram hjá Golfklúbbnum Keili í síma 565 3360
og á www.golf.is.  Þátttökugjald er 3.000 kr.


« til baka