15.05.2002

Útskrift úr Stóriðjuskólanum

13 stóriðjugreinar voru útskrifaðir í dag frá Stóriðjuskólanum. Meðal gesta við útskriftina var Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðherra, sem flutti ávarp. 

Valgerður sagði m.a. að ISAL væri fyrirmynd annarra fyrirtækja hvað varðaði símenntun starsfólks og óskaði hún aðstandendum Stóriðjuskólans til hamingju með frábæran árangur. 

Þetta er í sjötta sinn sem stóriðjugreinar eru útskrifaðir frá ISAL, en alls hafa 88 starfsmenn ISAL lokið námi við skólann.


« til baka