Jafnréttisáætlun

Jafnréttisáætlun ISAL - síðast endurskoðuð 2013

Launa- og kjarajafnrétti

Flestir starfsmenn Rio Tinto á Íslandi hf. þiggja laun eftir almennum kjarasamningi þar sem ekki kemur fram launamunur milli kynja. Ekki er heldur hægt að greina kynjabundinn mun hjá hópum sem þiggja laun eftir sérsamningum né hvað varðar kjör önnur en laun. Nákvæm vöktun er hins vegar nauðsynleg og aðgerðir ef út af bregður.

Aðgerð

Ábyrgð

Verklok

Árleg greining á launa- og kjarajafnrétti og tölfræðileg samantekt.

Starfsmannahald

Febrúar ár hvert

 

Laus störf og hindrun flokkunar í kvenna- og karlastörf

Laus störf í öllum hópum standa báðum kynjum jafnt til boða þ.e.a.s. enginn formlegur munur er sjáanlegur. Töluverður munur er þó á kynjahlutföllum milli hópa og margir hópar eru eingöngu skipaðir öðru kyninu.

Aðgerð

Ábyrgð

Verklok

Samantekt á kynjahlutfalli allra hópa.

Starfsmannahald

Nóvember ár hvert

Þar sem við á skal hver leiðtogi setja fram raunhæft markmið um jöfnun kynjahlutfalls í þeim hópi sem hann stýrir fyrir komandi ár, í samráði við starfsmannahald og viðkomandi framkvæmdastjóra. Frammistaða leiðtogans verður m.a. metin eftir árangri hans á þessu sviði.

Framkvæmdastjórar


Leiðtogar

Desember ár hvert

Starfsmannahald boðar til fundar með leiðtogum sem ná síður árangri á þessu sviði en aðrir leiðtogar sambærilegra hópa. Ástæður verða greindar og leitað leiða til að bæta árangur.

Starfsmannahald

Leiðtogar

Febrúar ár hvert

  

Starfsþjálfun og endurmenntun

Starfsþjálfun og endurmenntun stendur báðum kynjum jafnt til boða þannig að enginn formlegur munur er. Vöktun er hins vegar nauðsynleg til að leiða í ljós hvort grípa þurfi til sértækra aðgerða.

Aðgerð

Ábyrgð

Verklok

Árleg greining á sókn kvenna og karla í sambærilegum störfum á endurmenntunar-námskeið og í starfsþjálfun.

Fræðslustjóri

Janúar ár hvert

  

Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs

Nú þegar eru til staðar möguleikar á sveigjanlegum vinnutíma, sem gætu auðveldað starfsmönnum að samræma starf og einkalíf frekar en nú er. Þessa möguleika þarf að kynna. Kynna skal starfsfólki, að fyrirtækið beri virðingu fyrir skyldum starfsmanna gagnvart fjölskyldu.

Aðgerð

Ábyrgð

Verklok

 

Framkvæmdastjórar munu á fundum með öllum hópum kynna jafnréttisáætlun og ræða viðhorf fyrirtækisins hvað varðar skyldur starfsmanna gagnvart fjölskyldu, s.s. leyfi vegna veikinda barna o.s.frv.

Framkvæmda-stjórar

 

Annað hvert ár á starfsmanna-fundum

  

Kynferðisleg áreitni / einelti

Kynferðisleg áreitni og einelti skal ekki liðin hjá ISAL. Á innraneti fyrirtækisins er að finna upplýsingasíðu um einelti og kynferðislega áreitni og leiðbeiningar fyrir starfsmenn. Auk þess er eineltisteymi til staðar.

Aðgerð

Ábyrgð

Verklok

Fræðsla um einelti og kynferðislega áreitni og fyrirbyggjandi aðferðir fyrir alla starfsmenn fyrirtækisins. Tilkynningaferli og vinnureglur fyrirtækisins kynntar.

Fræðslustjóri

Fyrir alla nýliða og á tveggja ára fresti

  

Tillögur að endurbótum

Tillögum að endurbótum á sviði jafnréttismála og öðrum athugasemdum sem tengjast þeim málum skal koma á framfæri við starfsmannastjóra fyrirtækisins.