14.07.2010

Álveriđ í Straumsvík hlýtur öryggisviđurkenningu forstjóra Rio Tinto

Álveriđ í Straumsvík hefur hlotiđ árlega öryggisviđurkenningu forstjóra Rio Tinto áriđ 2010. Viđurkenningin er veitt fyrir framúrskarandi árangur í öryggismálum á undanliđnum tveimur árum. Ţetta er önnur af ađeins tveimur öryggisviđurkenningum sem Tom Albanese, forstjóri Rio Tinto, veitir starfsstöđvum fyrirtćkisins ađ ţessu sinni.

Rio Tinto, sem keypti kanadíska álfyrirtćkiđ Alcan áriđ 2007, var stofnađ áriđ 1873 og er í dag ţriđja stćrsta námafyrirtćki heims. Starfsmenn ţess eru ríflega 100 ţúsund. Yfir 90% af eignum Rio Tinto eru í Ástralíu, Norđur-Ameríku og Evrópu.

Árangur álversins í Straumsvík í öryggismálum, og viđhorf stjórnenda og starfsfólks til öryggismála, hafa vakiđ eftirtekt hjá móđurfélaginu um nokkurra ára skeiđ. Endanleg ákvörđun um verđlaunin var jafnframt byggđ á mati sérfrćđinga frá Rio Tinto sem heimsóttu álveriđ fyrr á árinu. Međal ţess sem tilgreint er ađ hafi ráđiđ niđurstöđunni er annars vegar sýnileg og einlćg áhersla stjórnenda á ađ byggja upp og viđhalda metnađi innan fyrirtćkisins til ađ koma í veg fyrir slys, og hins vegar sú skýra afstađa bćđi starfsfólks og verktaka ađ unnt sé ađ vinna öll verk á öruggan hátt.

„Ţetta er í senn mjög mikill heiđur og hvatning til ađ halda áfram á sömu braut. Hvatningin er jafnvel ţýđingarmeiri en hitt, ţví ţađ er ekki síđur mikil áskorun ađ viđhalda góđum árangri en ađ ná honum,“ segir Rannveig Rist forstjóri Alcan á Íslandi. „Viđ tókum ákvörđun um ţađ fyrir meira en áratug ađ ráđast skipulega og markvisst gegn slysum og óhöppum og hefur tekist ađ bćta okkur mikiđ, en lykillinn ađ ţví er metnađur hvers og eins starfsmanns til ađ gera sífellt betur. Samstarfiđ viđ Rio Tinto hefur einnig veriđ gott og viđ höfum án nokkurs vafa notiđ góđs af ţeirri áherslu sem móđurfélagiđ leggur á öryggismál og mikilli reynslu ţess á ţví sviđi.“


« til baka