Ratleikur Hafnarfjarðar í fullum gangi
Undanfarin ár hefur Rio Tinto verið aðalstyrktaraðili Ratleiks Hafnarfjarðar. Við hjá Rio Tinto erum afar stolt af því að styðja við verkefni sem eflir útivist, hreyfingu og tengingu við náttúruna í okkar nærumhverfi og hentar fyrir alla aldurshópa. Ratleikurinn er frábært dæmi um hvernig hægt er að sameina heilsueflingu, náttúrufræðslu og skemmtilega áskorun á sama tíma!
Gaman er að fylgjast með því hvernig áhugi og þátttaka hefur aukist ár frá ári. Við hvetjum alla áhugasama Hafnfirðinga og nærsveitunga til að taka þátt í Ratleik Hafnarfjarðar og ekki aðeins er leikurinn til gamans gerður heldur eru einnig vegleg verðlaun í boði!
Við óskum öllum þátttakendum góðs gengis og ekki síður góðrar skemmtunar í Ratleik Hafnarfjarðar sumarið 2025!
Nánari upplýsingar um Ratleikinn má finna hér: https://ratleikur.fjardarfrettir.is/