29.05.2005

Milljón vinnustundir án fjarveruslyss

Rúmlega ein milljón vinnustunda hefur nú verið unnin hjá Alcan í Straumsvík án þess að fjarveruslys hafi orðið í fyrirtækinu. Þessi merki áfangi starfsmanna er tímamótaviðburður enda hefur aldrei áður liðið svo langur tími án þess að fjarveruslys hafið orðið.

Margt þarf að fara saman svo árangur eins og þessi geti náðst. Á undanförnum árum hefur sterk öryggisvitun fest sig í sessi og meðal starfsmanna hefur mikil breyting orðið á viðhorfum til öryggismála. Rík áhersla er lögð á að öryggismál séu hluti af öllum daglegum störfum, allri ákvarðanatöku, hönnun á búnaði og í raun allri starfseminni. Þjálfun starfsmanna, áhættugreiningar og mælingar á árangursvísum eru stöðugt í endurskoðun og náið samstarf við systurfyrirtæki erlendis veita mikilvægan stuðning.

Hjá Alcan í Straumsvík eru þrír sérfræðingar í fullu starfi við að sinna öryggismálum auk 30 starfsmanna sem hafa skilgreinda ábyrgð hvað varðar öryggismál. Öryggisfundir eru haldnir reglulega á öllum vinnustöðum og í öllum hópum á svæðinu og stöðugt er unnið að úrbótum á verkferlum og vinnuaðstæðum.

Við óskum starfsfólki okkar til hamingju með árangurinn.


« til baka

Fréttasafn

2024

apríl, febrúar, janúar

2023

október, janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar