Umhverfið

Í umhverfismálum setjum við okkur metnaðarfull markmið og höfum náð góðum árangri.  Við eigum samleið með þeim sem vilja hag umhverfisins sem mestan og teljum að í víðu samhengi sé ál umhverfisvænn málmur, sérstaklega þar sem endurnýtanlegir orkugjafar eru nýttir til framleiðslunnar.

Við viljum vera fyrirmynd annarra í umhverfismálum, bæði í okkar iðnaði og utan hans, og erum stolt af okkar framlagi.  Þannig vorum við fyrst fyrirtækja á Íslandi að koma á fót umhverfisstjórnun samkvæmt alþjóðlega staðlinum ISO 14001 og grænt bókhald hefur verið fært hjá okkur mun lengur en reglugerðir kveða á um.  Umhverfisverðlaun Umhverfisráðuneytisins hafa komið í okkar hlut, m.a. fyrir að ganga lengra í umhverfismálum en íslensk lög krefjast.

Við erum frumkvöðlar á sviði umhverfisstjórnunar og í birtingu umhverfisupplýsinga úr rekstrinum og höfum þannig stuðlað að upplýstri og fordómalausri umræðu um málefni fyrirtækisins. Því ætlum við að halda áfram.

Okkar áherslur

  • Okkur finnst mikilvægt að starfsemin sé í sátt við umhverfið og í anda sjálfbærrar þróunar.
  • Við fylgjum í einu og öllu þeim lögum og reglum sem gilda.
  • Við viljum vera fyrirmynd annarra á sviði umhverfismála.
  • Við höfum vottað umhverfisstjórnunarkerfi skv. ISO 14001.
  • Við leggjum áherslu á heiðarlega upplýsingagjöf.