15.03.2006
Fyrirtækjamót í frjálsum - Er þitt fyrirtæki búið að skrá sig?
Fyrirtækjamót í frjálsum íþróttum verður haldið þann 1. apríl nk. og nú fá starfsmenn ýmissa fyrirtækja tækifæri til "að hlaupa 1. apríl" í fullri alvöru!
Alcan er aðalstyrktaraðili mótsins, sem hefur hefur fengið nafnið ALUcup. Nú þegar hafa yfir 40 fyrirtæki og stofnanir skráð sig til þátttöku og því ljóst að framtakið hefur fallið í góðan jarðveg. Einhver fyrirtæki ætla reyndar að ganga svo langt að halda úrtökumót í vikunni fyrir mót, þó fyrst og fremst til gamans.
ALUcup mótið verður haldið í hinni glænýju frjálsíþróttahöll í Laugardalnum. Keppnisgreinarnar verða sex talsins og að sjálfsögðu þurfum við að eiga fulltrúa í öllum greinum. Keppt verður í 5x60 m boðhlaupi, 60 m spretthlaupi, 200 m hlaupi, 1500 m hlaupi, langstökki og kúluvarpi. Boðið verður upp á léttar veitingar, þrautabraut fyrir krakka, skemmilega tónlist o.fl.
Tilgangurinn með ALUcup mótinu er að styðja við heilsueflingu í fyrirtækjum og stofnunum, efla samstöðu meðal fólks og búa til fjölskylduvænan og skemmtilegan viðburð.
« til bakaDeila