31.03.2006
Framleiðslugeta kerskála aukin um 4.400 tonn
Umfangsmiklu verkefni, sem ætlað er að auka framleiðslugetu kerskála 3 um 4.400 tonn á ár, er nú að mestu lokið. Verkið tókst afar vel og reyndist unnt að gangsetja nýju afriðladeildina um þremur mánuðum fyrr en áætlað hafði verið. Þá varð verkið ódýrara en reiknað hafði verið með.
Verkefnið snerist um að koma fyrir nýjum afriðli við kerskála 3, þannig að hægt væri að auka strauminn í skálanum úr 150 kA í 160 kA. Slík straumhækkun er gerð í nokkrum skrefum, og nú þegar er straumurinn kominn í 154 kA. Bjarni Jónsson, sem stjórnaði verkefninu, segir að gangur straumhækkunar sé háður kerrekstrinum sem sé viðkvæmur, þegar straumurinn er orðinn eins hár og raun ber vitni. Kerin séu hönnuð fyrir 135 kA straum og því rétt að fara að öllu með gát.
« til bakaDeila