11.08.2006

Gangsetning gengur vonum framar

Gangsetning kera í kerskála 3 hefur á undanförnum vikum gengið vonum framar og nú hefur um helmingur allra kera í skálanum verið gangsettur. Ef fram fer sem horfir gæti því allur skálinn verið kominn í rekstur í byrjun september, eða allt að tveimur mánuðum fyrr en fyrstu áætlanir gerðu ráð fyrir.

Starfsfólk í kerskála hefur lagst á eitt við að leysa þetta verk sem best af hendi og það ætlunarverk hefur tekist frábærlega. Margir hafa verið reiðubúnir að vinna mikla yfirvinnu og ljóst er að án þess væri gangur verksins mun minni. Þá hefur fólk verið fljótt að tileinka sér nýtt vinnulag við endurgangsetningu kera og á skilið mikið hrós fyrir fagmennsku.

Til að mæta auknu vinnuálagi var ákveðið að fjölga starfsfólki á vöktum í kerskálanum. Auglýst var eftir nýju starfsfólki en þörfin fyrir fleira fólk hefur að mestu verið uppfyllt af fólki sem var reiðubúið að færa sig úr sínum hefðbundnu störfum, aðallega úr steypuskála og flutningasveit, og koma til tímabundinna starfa í kerskála. Þá hafa starfsmenn ýmissa verktaka leyst mörg verkefni og verið reiðubúnir að vinna mikið.

Frá því gangsetning í skálanum hófst í júlí hafa að jafnaði um fjögur ker á dag verið gangsett. Flest hafa þau gengið vel, en þó hefur þurft að stöðva nokkur ker aftur og gera við. Þegar hafa öll ker verið grófhreinsuð og undirbúningur fyrir gangsetningu hinna 80 keranna er í fullum gangi.

Öllum sem unnið hafa að verkefninu á undanförnum vikum eru færðar bestu þakkir fyrir sitt framlag.


« til baka

Fréttasafn

2024

apríl, febrúar, janúar

2023

október, janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar