15.11.2006
Komdu og sjáðu sterkustu menn í heimi!
Á mánudaginn kemur verður haldin hér í Straumsvík keppni 24 kraftajötna, sem keppa um titilinn Sterkasti maður í heimi. Keppnin verður haldin í álgeymslu við höfnina og hefst kl. 14. Um er að ræða undanrásir en þeir sem standa sig best í þeim munu síðar í næstu viku keppa til úrslita.
Bæði starfsmönnum og almenningi er boðið að fylgjast með keppninni sem verður tekin upp og sýnd í sjónvarpi um allan heim. Sá hluti keppninar sem fer fram hér verður sýndur í þremur sjónvarpsþáttum en alls er ráðgert að keppninni verði gerð skil í 6 þáttum.
Alls eru 24 kraftakarlar skráðir til leiks, frá 16 löndum. 3 keppendur frá Íslandi munu taka þátt en þeir eru Benedikt Magnússon, Stefán Pétursson og Georg Ögmundsson. Aðrir keppendur eru:
Zydrunas Savickas - Litháen
Michail Kokylaev - Rússlandi
Vasyl Virastyuk - Úkraínu
Andrus Muramets - Eistlandi
Saulius Brusaukas - Litháen
Travis Ortmayer - Bandaríkjunum
Igor Pedan - Rússlandi
Vidas Blekaitas- Litháen
Robert Schepanski - Póllandi
Ervin Katona - Serbía
Jani Ilikainen - Finnandi
Derek Poundstone- Bandaríkjunum
Geoff Dolan - Knada
Tomi Lotta - Finnandi
Jarno Hams - Hollandi
Oli Thompson - Englandi
Etienne Smit – Suður Afríku
Anders Johanson - Svíþjóð
Steve MacDonald - Bandaríkjunum
Agris Kazelniks - Lettlandi
Bernd Kershbaumer - Austurríki
Sjá nánar á www.ifsastrongman.com
« til bakaDeila