05.12.2006

Hörður Áskelsson hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2006

Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2006 , áður Bjartsýnisverðlaun Brøstes, voru afhent í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, í dag. Verðlaunahafi ársins er hinn valinkunni tónlistarmaður og kórstjóri, Hörður Áskelsson. Alcan á Íslandi er bakhjarl bjartsýnisverðlaunanna, en Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands er verndari þeirra og afhenti hann Herði verðlaunin í dag; verðlaunagrip úr íslensku áli og eina milljón króna í verðlaunafé.

Hörður Áskelsson fæddist á Akureyri árið 1953 þar sem hann hóf tónlistarnám aðeins sjö ára gamall. Hörður nam orgelleik og tónmenntakennslu við Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk þaðan tónmenntakennaraprófi og burtfaraprófi í orgelleik. Frá 1976 til 1981 stundaði Hörður framhaldsnám við Robert Schumann tónlistarháskólann í Düsseldorf og lauk þaðan A-prófi í kirkjutónlist með besta vitnisburði árið 1981.

Með kórum sínum hefur Hörður tekið þátt í mörgum tónlistarhátíðum og unnið til verðlauna í alþjóðlegum samkeppnum. Hann hefur stjórnað flutningi margra óratóría, m.a. með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hörður Áskelsson hefur kennt orgelleik og kórstjórn við Tónskóla þjóðkirkjunnar og á árunum 1985-1995 var hann lektor í litúrgískum söngfræðum við guðfræðideild Háskóla Íslands.

Hörður hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir störf sín, sem oftar en ekki hafa einkennst af bjartsýni og þori. Hann hefur verið atkvæðamikill við kynningar á íslenskri kirkjutónlist. Hann hefur frumflutt fjölda verka og komið fram á tónlistarhátíðum heima og erlendis bæði sem orgelleikari og kórstjóri.

Frá 1982 hefur Hörður verið organisti Hallgrímskirkju í Reykjavík og forgöngumaður í uppbyggingu listalífs þar. Hann stofnaði Listvinafélag og Mótettukór Hallgrímskirkju árið 1982, en þau mynda hornsteina listastarfsemi kirkjunnar. Hörður setti á m.a. á laggirnar Kirkjulistahátíð, sem haldin hefur verið reglulega frá árinu 1987 og árið 1996 stofnaði hann kammerkórinn Schola cantorum.

Alcan á Íslandi óskar Herði Áskelssyni til hamingju með Bjartsýnisverðlaunin og vonar að bjartsýni verði hans leiðarljós í leik og starfi.

Meðal þeirra sem áður hafa hlotið bjartsýnisverðlaunin eru nokkrir af fremstu listamönnum þjóðarinnar. Úr þeirra hópi má nefna Garðar Cortes (1981), Helga Tómasson (1984), Einar Má Guðmundsson (1988), Sigrúnu Eðvaldsdóttur (1992), Karólínu Lárusdóttur (1997), Björku Guðmundsdóttur (1999) og Andra Snæ Magnason (2002).


« til baka

Fréttasafn

2024

apríl, febrúar, janúar

2023

október, janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar