18.12.2006

Samkomulag um orkuverð

Rannveig Rist og Friðrik Sophusson undirrituðu á föstudag samkomulag sem framlengir fram á mitt næsta ár viljayfirlýsingu Alcan og Landsvirkjunar um gerð raforkusamnings til stækkunar álversins í Straumsvík.

Þetta samkomulag felur einnig í sér formlega staðfestingu á að samninganefndir fyrirtækjanna hafi náð samkomulagi um rafmagnsverð. Endanlegur texti í rafmagnssamningi milli Alcan og Landsvirkjunar liggur ekki fyrir en stefnt er að því að klára hann á næstu vikum. Ætlunin er svo að leggja rafmagnssamninginn fyrir stjórnir Alcan Inc. og Landsvirkjunar til samþykktar á næsta ári en ekki hefur verið ákveðið hvenær það verður gert.

Þá undirrituðu Rannveig og Friðrik einnig samning milli Alcan og Landsvirkjunar um skiptingu kostnaðar vegna næsta skrefs í undirbúningi virkjana í Neðri-Þjórsá.

Stjórn Landsvirkjunar samþykkti á fundi sínum á föstudagsmorgun að heimila forstjóra fyrirtækisins að ráðast í útboð á hönnun virkjananna í Neðri-Þjórsá. Nauðsynlegt er að hefja þessa vinnu strax svo unnt verði að standa við orkuafhendingu á tilsettum tíma en ráðgert er að stækkun álversins í Straumsvík geti komist í fullan rekstur í ársbyrjun 2011 ef núverandi áform ganga eftir. Orkukaup Alcan af Landsvirkjun til stækkunarinnar munu nema um 2.300 GWh á ári.

Samkvæmt samningi Alcan og Landsvirkjunar greiðir Alcan 2/3 af kostnaði vegna þessa undirbúnings. Alcan fær þennan kostnað að fullu endurgreiddan ef af stækkun verður en að öðrum kosti á fyrirtækið takmarkaðan endurgreiðslurétt ef rafmagnið úr þessum virkjunum verður selt öðrum innan ákveðins tímafrests.


« til baka

Fréttasafn

2024

apríl, febrúar, janúar

2023

október, janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar