27.12.2006

Björgvin á hvert heimili í Firðinum

Eins og fólki er vonandi enn í fersku minni þá bauð Alcan á Íslandi starfsmönnum sínum og Hafnfirðingum öllum að þiggja miða á tónleika Björgvins Halldórssonar og Sinfóníuhljómsveitar Íslands fyrr á árinu í tilefni af 40 ára afmæli álversins. Húsfyllir varð á svipstundu og komust færri að en vildu. Í kjölfar tónleikanna fæddist því sú hugmynd að færa starfsmönnum og bæjarbúum öllum að gjöf mynd- og geisladisk með upptöku frá tónleikunum. Hugmyndinni hefur nú verið hrundið í framkvæmd og með gjöfinni færum við samstarfsfólki okkar fyrr og síðar bestu þakkir fyrir ánægjulega sambúð í fjörutíu ár.

Í bréfi sem fylgir disknum greinum við einnig frá þeirri ætlun okkar að kynna á næstu misserum fyrir bæjarbúum starfsemi okkar með margvíslegum hætti. Þannig viljum við gefa fólki tækifæri til að mynda sér skoðun á fyrirhugaðri stækkun álversins, sem væntanlega verður kosið um með einhverjum hætti á næstunni.

Við gerum okkur grein fyrir því, að í aðdraganda kosninganna munu ólík sjónarmið takast á. Við vonumst til að þau skoðanaskipti verði málefnaleg og heilbrigður grunnur að vel ígrundaðri afstöðu fólks til málsins.


« til baka

Fréttasafn

2024

apríl, febrúar, janúar

2023

október, janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar