29.01.2007
Alcan meðal 100 sjálfbærustu fyrirtækja í heimi!
Listi yfir 100 sjálfbærustu fyrirtæki heims var kynntur á heimsviðskiptaráðstefnunni í Davos í Sviss í vikunni. Meðal fyrirtækja á listanum eru Alcan og Alcoa, sem bæði reka álver hér á landi. Umræddur listi byggist á úttektum á 1800 stærstu fyrirtækjum heims. Þar komust þau fyrirtæki að sem talin eru sýna framúrskarandi árangur, ábyrga umhverfis- og samfélagsstefnu og hafa víðtæk efnahagsleg áhrif.
Norðurlöndin eiga 11 fyrirtæki á listanum. Ekkert íslenskt fyrirtæki er á honum enn sem komið er, en þarna eru fyrirtæki á borð við Nokia, Scania, Storebrand og Nova Nordisk. Frá Bretlandi eru á listanum fyrirtæki einsog Marks & Spencer, sem Baugur átti eitt sinn hlut í, Sainsbury, British Airways, Uniever, og Cable & Wireless sem Björgólfur Thor Björgólfsson sýndi á sínum tíma áhuga á að fjárfesta í.
(Þessi frétt er tekin af mbl.is)
« til bakaDeila