26.02.2007

Íslenskur Alcan fáni á hæsta tind Afríku!

Þann 8. febrúar sl. lagði Björn Sverrisson, starfsmaður álversins, af stað með 11 félögum sínum í ferðlag til Kenía þaðan sem ekið var til Tanzaníu með það að markmiði að klífa fjallið Kilimanjaro. Kilimanjaro er hæsta fjall Afríku og einn hátindanna sjö. Það rís í 5.895 metra hæð yfir sjávarmáli og því ekki sjálfgefið að menn nái tindinum.

Fjallganga félaganna tók 6 daga, 4 daga upp og 2 daga niður. Gist var í tjöldum og með í för var 28 manna lið burðarmanna. Gangan gekk vel hjá flestum en þó þjáðust nokkrir af háfjallaveiki. Háfjallaveiki er kvilli sem hrjáir fólk sem ferðast of hratt upp í mikla hæð og lýsir sér m.a. með höfuðverk, lystarleysi, flökurleika, þreytu og svima. Allir úr hópnum komust á toppinn nema einn, en þess má geta að meðaltal þeirra er leggja í þessa för og komast alla leið á toppinn er undir 50%. Eftir gönguna var svo farið í safarí í Kenía.

Við óskum Birni til hamingju með afrekið og það að hafa tekið Alcan fánann með á toppinn, þar sem hann á sannarlega heima!

Smelltu hér til að stækka myndina af Bjössa.


« til baka

Fréttasafn

2024

apríl, febrúar, janúar

2023

október, janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar