26.02.2007
Íslenskur Alcan fáni á hæsta tind Afríku!
Þann 8. febrúar sl. lagði Björn Sverrisson, starfsmaður álversins, af stað með 11 félögum sínum í ferðlag til Kenía þaðan sem ekið var til Tanzaníu með það að markmiði að klífa fjallið Kilimanjaro. Kilimanjaro er hæsta fjall Afríku og einn hátindanna sjö. Það rís í 5.895 metra hæð yfir sjávarmáli og því ekki sjálfgefið að menn nái tindinum.
Fjallganga félaganna tók 6 daga, 4 daga upp og 2 daga niður. Gist var í tjöldum og með í för var 28 manna lið burðarmanna. Gangan gekk vel hjá flestum en þó þjáðust nokkrir af háfjallaveiki. Háfjallaveiki er kvilli sem hrjáir fólk sem ferðast of hratt upp í mikla hæð og lýsir sér m.a. með höfuðverk, lystarleysi, flökurleika, þreytu og svima. Allir úr hópnum komust á toppinn nema einn, en þess má geta að meðaltal þeirra er leggja í þessa för og komast alla leið á toppinn er undir 50%. Eftir gönguna var svo farið í safarí í Kenía.
Við óskum Birni til hamingju með afrekið og það að hafa tekið Alcan fánann með á toppinn, þar sem hann á sannarlega heima!
Smelltu hér til að stækka myndina af Bjössa.
« til bakaDeila