26.02.2007
Hlíf styður stækkun álversins
Verkalýðsfélagið Hlíf mælir með stækkun álversins í Straumsvík og skorar á Hafnfirðinga að greiða stækkun álversins í Straumsvík atkvæði sitt í væntanlegri atkvæðagreiðslu og renna með því styrkari stoðum undir atvinnulífið í bænum.
Á fundi sem haldinn var í Verkalýðsfélaginu Hlíf síðastliðinn miðvikudag var samþykkt ályktun um málið. Þar segir að Hlíf mæli "með fyrirhugaðri stækkun álversins í Straumsvík í allt að 460.000 tonna framleiðslugetu á ári, enda verði þar settar upp bestu mengunarvarnir sem völ er á hverju sinni". Þrátt fyrir að álframleiðsla Alcan í Straumsvík meira en tvöfaldist eftir stækkunina verða loftgæði, með tilliti til heilsu fólks og mengunar gróðurs og jarðvegs, undir öllum mörkum sem sett hafa verið innan sem utan lóðarmarka álversins. "Fundurinn skorar á Hafnfirðinga að greiða stækkuninni atkvæði sitt í væntanlegri skoðanakönnun og renna með því styrkari stoðum undir atvinnulífið í bænum."
« til bakaDeila