28.01.2008

Sumarverkefni ISAL 2008

Undanfarin 10 ár hefur Alcan á Íslandi ráðið til sín sumarstarfsfólk í háskólanámi í ýmis sérverkefni innan fyrirtækisins. Undantekningarlaust hafa þessi verkefni skilað mikilli þekkingu og áhugaverðum hugmyndum inn í fyrirtækið.

Rafgreining:
Mörg undanfarin ár hafa verið ráðnir allt að fjórir háskólanemar í verkfræði eða raungreinum í rafgreiningu til að sinna ýmsum rannsóknarverkefnum. Yfirleitt hafa þetta verið allmörg smærri verkefni, sem hver nemandi hefur framkvæmt einn eða í samvinnu við aðra. Við val á nemum í þessi verkefni hefur gjarnan verið leitað til þeirra, sem áður hafa verið í sumarvinnu hjá ISAL.

Á meðal verkefna má nefna:

• Mat á skekkju við straummælingar
• Rannsókn á skautbrúarlyftingu
• Breyting í straumdreifingu bakskautaleiðara
• Viðbragðstími og ástand þekja
• Mælingar á hliðarskurn í kerum
• Bera saman yfirhita, hitastig og sýrustig

Nokkur slík verkefni í Rafgreiningu eru á framkvæmdalista sumarið 2008, t.d.:

Mæling á álmagni og straumnýtni kera:
Kermálmur er efnagreindur og kopar síðan bætt í. Fylgst er síðan með áltöku og efnainnihaldi í nokkra daga.

Mat á þekjun skauta:
Þróa aðferð til að geta á einfaldan hátt lagt tölulegt mat á gæði þekjunar á skautum.

Orkuleiðrétting á kerum eftir venjulegt straumleysi þegar ker eru skammtengd:
Mæla svokallaðan yfirhita og hitastig fyrstu klukkutímana eftir straumleysi og ákvarða út frá mælingum hversu miklu þarf að bæta við kerspennu eða skálastraum til að jafna út áhrif straumleysis.

Hitaáhrif skautskiptingar eftir skautpörum:
Rannsaka hvort rétt sé að hafa spennuleiðréttingu á kerum eftir skautskipti breytilega eftir því hvaða skautpari er skipt út.


Mastersverkefni:
Bestun á þéttflæðikerfum í kerskála 1 og 2:
Rannsaka hegðun kerfa og gera mælingar, tillögur og síðan prófanir og betrumbætur til að auka áreiðanleika og afkastagetu.

Nánari upplýsingar um rannsóknarvinnu í Rafgreiningu veitir Gunnar Ari Guðmundsson í s. 5607204 / 8609225


Þurrhreinsistöðvar ISAL
Hjá ISAL eru þrjár þurrhreinsistöðvar sem sjá um að hreinsa flúor og ryk í afsogi frá kerum kerskála. Þurrhreinsistöðvarnar sinna því mjög mikilvægu hlutverki og er hreinsivirkni þeirra yfir 99%. Á hverju sumri eru háskólanemar ráðnir í sérverkefni sem lúta að því að auka enn frekar áreiðanleika og virkni þurrhreinsistöðvanna. Þurrhreinsistöðvarnar eru því spennandi vettvangur fyrir verkfræðinema.

Sérverkefni sumarið 2008:
Jafna rennsli súráls inn á efnahvarfa í þurrhreinsistöðvum 1 og 2:
Súrál er notað í þurrhreinsistöðvum til að hreinsa flúor í hrágasi og er hreinsivirkni þurrhreinsistöðvanna mjög háð rennsli þess. Verkefnið felst í að þróa aðferð til að mæla rennsli súrálsins í efnahvarfa þurrhreinsistöðva og jafna það.

Mæla afsog frá kerum í kerskála 3:
Til að lágmarka losun um kerskálaþök þarf að tryggja jafnt afsog af öllum kerum. Verkefnið felst í því að mæla afsogsmagnið frá hverju keri og kanna þannig hvort það sé jafnt.

Nánari upplýsingar um rannsóknarvinnu í Þurrhreinsistöðvum veitir Bjarni Valdimarsson með netfangið bjarniv@alcan.com


Steypuskáli
Sérverkefni sumarið 2008:

Þróun á búnaði til að mæla lögun barra:
Þróa þarf aðferð og hugbúnað til að mæla lögun á framleiddum börrum á sjálfvirkan hátt. Niðurstöðum mælinga þarf að vera hægt að safna og nota til frekari greiningar, m.a. til að greina hvort framleiðslan uppfyllir kröfur viðskiptavina.

Nánari upplýsingar um rannsóknarvinnu í Steypuskála veitir: Einar Smárason í gegnum netfangið: einars@alcan.com


« til baka

Fréttasafn

2024

apríl, febrúar, janúar

2023

október, janúar

2022

október, júní, janúar

2021

október, maí, febrúar, janúar

2020

maí, febrúar, janúar

2019

september, ágúst, júní, maí, febrúar, janúar

2018

júní, maí, febrúar, janúar

2017

desember, nóvember, september, júní, maí, janúar

2016

nóvember, júní, maí, febrúar, janúar

2015

desember, október, mars, febrúar, janúar

2014

desember, nóvember, október, maí, mars, febrúar, janúar

2013

júlí, maí, apríl, mars, janúar

2012

desember, nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2011

nóvember, september, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2010

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2009

desember, nóvember, október, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2008

desember, nóvember, október, september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2007

desember, nóvember, október, september, apríl, mars, febrúar, janúar

2006

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2005

nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

2004

desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, apríl, mars, febrúar

2003

desember, október, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

2002

desember, nóvember, október, ágúst, júlí, júní, maí, mars, febrúar, janúar

2001

desember, nóvember, október, september, janúar